Dregur úr eldgosinu og vart verður við landris

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. mars 2024

Dregur úr eldgosinu og vart verður við landris

Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúkagíga undanfarinn sólarhring. Virkni í gígunum er minni og mögulega er slokknað í minnstu gígunum.

Dregur úr eldgosinu og vart verður við landris

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. mars 2024

Land er tekið að rísa í Svartsengi á sama tíma …
Land er tekið að rísa í Svartsengi á sama tíma og enn gýs við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúkagíga undanfarinn sólarhring. Virkni í gígunum er minni og mögulega er slokknað í minnstu gígunum.

Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúkagíga undanfarinn sólarhring. Virkni í gígunum er minni og mögulega er slokknað í minnstu gígunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Tekið er fram að gosórói hafi sömuleiðis dvínað mjög hægt og rólega síðustu daga.

Meginhraunstraumurinn rennur frá gígunum fyrst í suður og beygir síðan til vesturs.

Heldur áfram að þykkna nær gígunum

„Um helgina hélt hraun áfram að flæða í Melhólsnámuna og hefur nú fyllt hana en heldur áfram að þykkna nær gígunum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Bent er á að GPS-mælingar síðustu daga gefi til kynna að land rísi í Svartsengi, en mun hægara en áður.

„Það bendir til þess að enn safnist upp kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt það sé eldgos í gangi.“

mbl.is