Stefnir á að frumsýna brosið í haust

Dagmál | 25. mars 2024

Stefnir á að frumsýna brosið í haust

Gestur Dagmála í dag er búinn að fara átján flugferðir til Póllands síðustu misseri ásamt konu sinni, í tannlækningar. Þetta er Ragnar Gunnarsson, söngvari Skriðjökla hér á árum áður. 

Stefnir á að frumsýna brosið í haust

Dagmál | 25. mars 2024

Gestur Dagmála í dag er búinn að fara átján flugferðir til Póllands síðustu misseri ásamt konu sinni, í tannlækningar. Þetta er Ragnar Gunnarsson, söngvari Skriðjökla hér á árum áður. 

Gestur Dagmála í dag er búinn að fara átján flugferðir til Póllands síðustu misseri ásamt konu sinni, í tannlækningar. Þetta er Ragnar Gunnarsson, söngvari Skriðjökla hér á árum áður. 

„Það var eiginlega bara tvennt í boði. Láta rífa úr sér og fá falskar eða lappa upp á þetta.“ Hann valdi síðari kostinn eftir að hafa séð verðlagið á slíkri þjónustu í Póllandi. Hann er ekki alveg viss með heildarkostnaðinn en segir þó ljóst að hann hefði ekki haft efni á þessu á Íslandi.

Honum telst til að kostnaðurinn í Póllandi sé um þrjátíu prósent af því sem þetta hefði kostað í íslenskum tannlæknastóli. Raggi Sót segir að sumir fæðist bara með lélegar tennur og það hafi verið hans hlutskipti.

Enn eru nokkrar ferðir eftir en hann vonast til þess að geta frumsýnt nýja brosið í október ef allt gengur eftir. Raggi er sóttur á flugvöllinn og lifir eins og greifi á fjögurra stjörnu hóteli á meðan hann dvelur í Póllandi.

Hann hefur verið með mikla tannlæknafóbíu frá því hann var barn en átti þá afar kvalafullar stundir með tannlækni fyrir norðan.

Raggi fer um víðan völl í þætti dagsins og ræðir meðal annars ástandið í stjórnmálalífi landsmanna ásamt aðdraganda forsetakosninga og bestu, eða öllu heldur ódýrustu, páskaeggin, svo fátt eitt sé nefnt.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast þáttinn í heild sinni.

mbl.is