„Gætir ekki borgað mér fyrir að fara í þennan heita pott“

Dagmál | 28. mars 2024

„Gætir ekki borgað mér fyrir að fara í þennan heita pott“

„Upp úr 2007 þá er ég nálægt því að fá nóg því maður var búinn að vera standa í mikilli baráttu og þetta var búið að vera mjög erfitt,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Gætir ekki borgað mér fyrir að fara í þennan heita pott“

Dagmál | 28. mars 2024

„Upp úr 2007 þá er ég nálægt því að fá nóg því maður var búinn að vera standa í mikilli baráttu og þetta var búið að vera mjög erfitt,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

„Upp úr 2007 þá er ég nálægt því að fá nóg því maður var búinn að vera standa í mikilli baráttu og þetta var búið að vera mjög erfitt,“ sagði íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir í Dagmálum.

Sigrún, sem er 36 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fjölni á dögunum eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:1, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í greininni en Björninn hefur leikið undir merkjum Fjölnis frá árinu 2019.

Allskonar ójafnvægi í þessu

„Við flytjum upp í Egilshöll og strákarnir fá 130 fermetra búningsklefa á meðan við fáum einn klefa sem við megum klæða okkur í en við megum ekki geyma dótið okkar í honum,“ sagði Sigrún Agatha.

„Það er heitur pottur í klefanum sem dæmi og við þurftum að borga æfingagjöld en ekki þeir. Við þurftum að borga allar rútuferðir en ekki þeir og það var allskonar ójafnvægi í þessu. Þetta var bara tíðarandinn en tíu árum seinna breytist þetta.

Frá árinu 2017 höfum við hins vegar staðið jafnfætis meistaraflokki karla í þessum málum sem er mjög jákvætt, fyrir utan klefann,“ sagði Sigrún Agatha. 

Getið þið ekki bara stolist yfir í klefann þeirra og skellt ykkur í heita pottinn?

„Þú gætir ekki borgað mér fyrir að fara í þennan heita pott,“ sagði Sigrún Agatha þá í léttum tón.

Viðtalið við Sigrúnu Agöthu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is