Gígurinn á hæð við 4-5 hæða blokk

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. mars 2024

Gígurinn á hæð við 4-5 hæða blokk

Stærsti gígurinn í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina mælist nú um 20 metrar á hæð. Er það á við um fjögurra til fimm hæða blokk.

Gígurinn á hæð við 4-5 hæða blokk

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. mars 2024

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, segir merkilegt að nú …
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, segir merkilegt að nú sé virknin að mestu bundin við einn gíg og að úr honum flæði kvika í hina gígana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærsti gígurinn í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina mælist nú um 20 metrar á hæð. Er það á við um fjögurra til fimm hæða blokk.

Stærsti gígurinn í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina mælist nú um 20 metrar á hæð. Er það á við um fjögurra til fimm hæða blokk.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, segir merkilegt að nú sé virknin að mestu bundin við einn gíg og að úr honum flæði kvika í hina gígana.

Styttist í endalok gossins

Gígurinn er talsvert lægri en sá sem myndaðist í eldgosinu í Geldingadölum árið 2021. Gígurinn er þó álíka stór og hæsti gígurinn sem myndaðist í eldgosinu við Litla-Hrút í júlí á síðasta ári.

Eldgosið hefur nú staðið yfir á tólfta dag og telur Ármann að nú sé farið að styttast í endalok þessa goss. Líklega lognist það út af um helgina.

Meira í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

mbl.is