Fólk þarf ekki að hræðast liti á heimilinu

Heimili | 29. mars 2024

Fólk þarf ekki að hræðast liti á heimilinu

Spennandi og litrík samstarfslína IKEA við hollenska hönnunarfyrirtækið Raw Color hefur litið dagsins ljós. Um er að ræða skemmtilegan litríkan húsbúnað sem lífgar upp á heimili. Nýja línan heitir TESAMMANS og eru forvitnilegir og gagnvirkir eiginleikar lita þungamiðja línunnar. 

Fólk þarf ekki að hræðast liti á heimilinu

Heimili | 29. mars 2024

Ljósmynd/Ikea

Spennandi og litrík samstarfslína IKEA við hollenska hönnunarfyrirtækið Raw Color hefur litið dagsins ljós. Um er að ræða skemmtilegan litríkan húsbúnað sem lífgar upp á heimili. Nýja línan heitir TESAMMANS og eru forvitnilegir og gagnvirkir eiginleikar lita þungamiðja línunnar. 

Spennandi og litrík samstarfslína IKEA við hollenska hönnunarfyrirtækið Raw Color hefur litið dagsins ljós. Um er að ræða skemmtilegan litríkan húsbúnað sem lífgar upp á heimili. Nýja línan heitir TESAMMANS og eru forvitnilegir og gagnvirkir eiginleikar lita þungamiðja línunnar. 

Á bak við Raw Color eru Danieru ter Haar og Christop Brach en hönnunarstúdíó þeirra er staðsett í Eindhoven í Hollandi. Þar vinna þau að grafískri hönnun, ljósmyndun og vöruhönnun þar sem litir ráða ríkjum. Verk þeirra hafa verið til sýnis í söfnum og galleríum um allan heim, þar á meðal í Aram galleríinu, Cooper Hewitt safninu og Stekelijk safninu í Amsterdam. Að auki vinna þau sem leiðbeinendur í Listaháskólanum í Eindhoven.

Christop Brach og Danieru ter Haar eru á bak við …
Christop Brach og Danieru ter Haar eru á bak við Raw Color. Ljósmynd/Ikea

Litir í aðalhlutverki

„Línan snýst um samspil lita. Við trúum því að litur stendur ekki einn og sér heldur þarf hann fleiri þætti til að lifna við. Samstarfið við IKEA byrjaði fyrir tveimur árum og meðan á ferlinu stóð rannsökuðum við samspil lita og hvaða vörur myndu hagnast af þeim,“ segja hönnuðirnir hjá Raw Color. 

Ljósmynd/Ikea

„Það snýst þó um meira en bara samspil lita því ólíkir hlutir hafa einnig áhrif á litinn. Margar vörur í línunni eru hannaðar til að vinna saman. Til að mynda eru tveir vasar og sprittkertastjakar, karöflur og glös. Þú getur raðað þeim saman eða staflað þeim og umbreytt útliti þeirra.“

Hönnuðunum þótti spennandi að fara í samstarf við IKEA.

„Það er ekki oft sem við erum beðin um að hanna stóra línu með 18 vörum. Við byrjuðum á um 50 skissum þar til hugmyndin varð að veruleika með samspili lita. 

Það er algjört lykilatriði að raða saman réttu litatónunum og það krefst mikillar rannsóknarvinnu. Þegar við byrjuðum að hanna línuna var ótrúlega gaman að máta liti við ólík hráefni og sjá hvernig sami litatónn varð allt annar þegar hann var kominn á leirmuni, málm og vefnaðarvörur. Alls eru fimmtán ólíkir litir í línunni.“

Ljósmynd/Ikea

Hvað er sérstakt við liti?

„Það sem gerir liti sérstaka er að þeir hafa getuna til að umbreyta hlutum. Bleikur teningur er til að mynda allt öðruvísi en svartur teningur. Á hinn bóginn hafa þeir mikil og umsvifalaus áhrif á okkur. Litir geta haft jákvæð áhrif á vellíðan og umhverfi okkar. Við trúum því að litir séu mjög öflug sjónræn verkfæri.“

Ljósmynd/Ikea

Bleikur heillar

Hönnuðirnir hjá Raw Color segja liti hafa tilfinningalegt gildi. „Litir hafa tilfinningaleg gildi. Við löðumst að því hvernig ólíkir litatónar vinna saman. Stundum snýst það um að blanda saman tveimur litum, eins og að vefa saman lopa í ólíkum litum sem skapar nýjan blandaðan litatón.

Það snýst einnig um samhljóm. Við reynum að blanda saman hreinum litum með daufari tónum. Til að mynda setjum við skærrauðan með bleikum eða brúngulum lit. Við erum alltaf að leita eftir litum sem bæta hver annan upp. Það er eins og uppskrift, þú verður að finna rétta jafnvægið til að afraksturinn fái að njóta sín.

Ljósmynd/Ikea

Hvað er uppáhaldsliturinn ykkar í línunni?

„Við elskum bleika litinn. Hann er ekki of skær og kemur vel út með ólíkum tónum. Hann er einnig sá litur sem við spáum hvað mest í. Hver er rétti bleiki tónninn? Hversu mikið af gulum og svörtum ætti að vera í honum? Við þurfum að gera ótrúlega margar prufur til að fá rétta bleika litinn!“

Bleiki liturinn er í uppáhaldi.
Bleiki liturinn er í uppáhaldi. Ljósmynd/Ikea

Gleði inn á heimilið

„Við vonum að línan færi fólki gleði og hvetji það til að færa heimilinu fleiri liti. Fólk getur verið hikandi við að nota liti en litir hafa svo jákvæð áhrif á umhverfið. Við vonum að með þessari línu þá verði fólk óhrætt við að færa heimilinu litagleði,“ segja hönnuðirnir sem vilja meina að litir geti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu og umhverfi fólks. 

Hlutirnir eru margir og skemmtilegir.
Hlutirnir eru margir og skemmtilegir. Ljósmynd/Ikea
Ljósmynd/Ikea
Ljósmynd/Ikea
Ljósmynd/Ikea
Ljósmynd/Ikea
mbl.is