Úkraínuferð aflýst af öryggisástæðum

Úkraína | 2. apríl 2024

Úkraínuferð aflýst af öryggisástæðum

Utanför Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands var aflýst á síðustu stundu af öryggisástæðum, en til stóð að hann færi utan á páskadag áleiðis til Úkraínu.

Úkraínuferð aflýst af öryggisástæðum

Úkraína | 2. apríl 2024

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Utanför Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands var aflýst á síðustu stundu af öryggisástæðum, en til stóð að hann færi utan á páskadag áleiðis til Úkraínu.

Utanför Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands var aflýst á síðustu stundu af öryggisástæðum, en til stóð að hann færi utan á páskadag áleiðis til Úkraínu.

Þar hafði verið skipulagður fundur með Volodymir Sel­enskí Úkraínuforseta, en að því loknu hugðist forsetinn vera við minningarathöfn um fjöldamorð rússneska innrásarliðsins í Bucha fyrir tveimur árum og sækja ráðstefnu þar í bænum í framhaldinu.

Af ferðinni varð hins vegar ekki, þar sem Úkraínustjórn aflýsti viðburðinum af öryggisástæðum.

Rússar hafa hert eldflauga- og drónaárásir síðustu daga, einkum til þess að laska orkuinnviði, og orðið nokkuð ágengt.

mbl.is