Ræða 100 milljarða evra stuðning við Úkraínu

Úkraína | 3. apríl 2024

Ræða 100 milljarða evra stuðning við Úkraínu

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) ræddu í dag á fundi sínum að setja á fót 100 milljarða evra vopnastuðning til næstu fimm ára.

Ræða 100 milljarða evra stuðning við Úkraínu

Úkraína | 3. apríl 2024

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fundinum í dag.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fundinum í dag. AFP/Kenzo Tribouillard

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) ræddu í dag á fundi sínum að setja á fót 100 milljarða evra vopnastuðning til næstu fimm ára.

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) ræddu í dag á fundi sínum að setja á fót 100 milljarða evra vopnastuðning til næstu fimm ára.

„Úkraína er með brýnar þarfir,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fundinum í Brussel í dag. „Öll seinkun á stuðningnum hefur raunverulegar afleiðingar á vígvellinum, í þessum töluðu orðum.“

Hann sagði mikilvægt að tryggja áreiðanlegan og fyrirsjáanlegan vopnastuðning til Úkraínu til lengri tíma. Skilaboðin til rússneskra yfirvalda þurfi að vera skýr um það að stuðningur við Úkraínu sé varanlegur.

Pólland og Eystrasaltsríkin styðja vopnastuðninginn

Helstu stuðningsríki vopnastuðningsins eru Pólland og Eystrasaltsríkin en önnur ríki hafa sett spurningarmerki við það hvernig eigi að fjármagna verkefnið.

Þá sé einnig leiðtogafundur í Washington D.C. í júlí og því ótímabært að taka svona stóra ákvörðun strax. Utanríkisráðherra Belgíu, Hadja Lahbib, sagði á fundinum í dag að rætt yrði kosti þess að fjármagna verkefnið í samræmi við landsframleiðslu hvers ríkis.

„En það er of hættulegt að gefa loforð sem við getum ekki staðið við,“ sagði Lahbib.

Í vopnastuðningnum er einnig gert ráð fyrir skipulagðari þátttöku NATO við það að tryggja og afhenda vopn til Úkraínu. Ef NATO myndi samþykkja þennan vopnastuðning til næstu fimm ára yrði það umtalsverð stefnubreyting fyrir bandalagið þar sem það hefur hingað til ekki beitt bandalaginu sem sjálfu til að tryggja vopnasendingar til Úkraínu, þó aðildarríkin hafi vissulega gert það.

Ungverjar segja að þeir muni ekki samþykkja neitt sem „gæti dregið bandalagið nær stríði“.

mbl.is