Lizzo: „Ég er ekki að hætta í tónlistarbransanum“

Poppkúltúr | 3. apríl 2024

Lizzo: „Ég er ekki að hætta í tónlistarbransanum“

Margir drógu djúpt andann þegar bandaríska poppstjarnan Lizzo tilkynnti nýverið að hún væri hætt, án þess að útskýra það frekar. Dyggir aðdáendur Lizzo túlkuðu orð hennar sem svo að hún væri hætt í tónlistarbransanum, en svo var ekki. 

Lizzo: „Ég er ekki að hætta í tónlistarbransanum“

Poppkúltúr | 3. apríl 2024

Lizzo.
Lizzo. Ljósmynd/AFP

Margir drógu djúpt andann þegar bandaríska poppstjarnan Lizzo tilkynnti nýverið að hún væri hætt, án þess að útskýra það frekar. Dyggir aðdáendur Lizzo túlkuðu orð hennar sem svo að hún væri hætt í tónlistarbransanum, en svo var ekki. 

Margir drógu djúpt andann þegar bandaríska poppstjarnan Lizzo tilkynnti nýverið að hún væri hætt, án þess að útskýra það frekar. Dyggir aðdáendur Lizzo túlkuðu orð hennar sem svo að hún væri hætt í tónlistarbransanum, en svo var ekki. 

Lizzo, sem gerði garðinn frægan með laginu Juice árið 2019, birti myndskeið á Instagram í gærdag þar sem hún útskýrði orð sín og nákvæmlega hvað hún átti við. 

„Ég er ekki að hætta í tónlistarbransanum,“ útskýrði Lizzo sem sagði tónlistina veita sér hamingu og lífsfyllingu. „Ég hef ákveðið að hætta að veita neikvæðum hlutum athygli,“ ítrekaði hún. „Það mun auka lífsgæði og vellíðan.

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

Enginn dans á rósum

Líf Lizzo hefur ekki verið neinn dans á rósum síðastliðna mánuði, en poppstjarnan, sem er þekkt fyrir að berjast gegn líkamssmánun og fordómum af öllum toga, var ásökuð um kynferðislega áreitni, mismun á grundvelli fötlunar og kynþáttafordóma af fyrrverandi dönsurum sínum.

Málið vakti mikla athygli á síðasta ári og var Lizzo harðlega gagnrýnd af netverjum í kjölfarið. 

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

mbl.is