Fékk ekki landvistarleyfi og endaði á Englandi

Dagmál | 4. apríl 2024

Fékk ekki landvistarleyfi og endaði á Englandi

„Þarna, á þessum tíma, fer ég í alvöru atvinnumennsku og þarna átta ég mig á því hvað alvöru atvinnumennska er,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Fékk ekki landvistarleyfi og endaði á Englandi

Dagmál | 4. apríl 2024

„Þarna, á þessum tíma, fer ég í alvöru atvinnumennsku og þarna átta ég mig á því hvað alvöru atvinnumennska er,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

„Þarna, á þessum tíma, fer ég í alvöru atvinnumennsku og þarna átta ég mig á því hvað alvöru atvinnumennska er,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Allt fyrsta flokks hjá Reading

Rakel gekk til liðs við Reading í ensku úrvalsdeildinni árið 2019 og lék með liðinu í tvö tímabil en hún gekk til liðs við félagið frá Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð.

„Umgjörðin og allt þarna, það var ekki hægt að setja út á neitt þarna,“ sagði Rakel.

„Ég var á leiðinni til Fiorentina á Ítalíu en fékk ekki landvistarleyfi og svo var félagaskiptaglugganum lokað degi síðar.

Reading kom svo upp seinna þannig að ég var mjög ánægð með þessa lendingu,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rakel Hönnudóttir í leik með Reading.
Rakel Hönnudóttir í leik með Reading. Ljósmynd/Neil Graham
mbl.is