„Ég er gegn stríði“

Dagmál | 5. apríl 2024

„Ég er gegn stríði“

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona var gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum á dögunum.

„Ég er gegn stríði“

Dagmál | 5. apríl 2024

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona var gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum á dögunum.

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona var gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum á dögunum.

Þar fóru þær yfir margt sem tengist Eurovision og því sem gerðist dagana og vikurnar eftir að Hera vann forkeppnina hér heima. Þar tryggði hún sér þátttökurétt í Eurovision aðalkeppninni sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí.

Las yfir athugasemdir á netinu

Hera segir að það sé athugarvert að hún sem söngkona sem er að taka þátt í sönglagakeppni þurfi að opinbera sínar pólitísku skoðanir og segir það kröfu sem hún þarf ekki að svara.

„Hvað ég kýs kemur engum við, en ég held það viti það allir að ég stend með kærleika og friði. Í þeirri yfirlýsingu felst að ég er gegn stríði. Mér finnst ég ekki þurfa að segja neitt meira.“

Velgjörðasendiherra SOS barnaþorpanna

Hera Björk segist standa með börnum í stríðshrjáðum löndum og segir jafnframt að það skipti ekki máli hvort það sé mikið stríð í gangi eða ekki hún hún standi með börnum alveg sama hvað. Hera hefur til dæmis ferðast til Palestínu og Ísrael á vegum SOS barnaþorpanna og hitt börn á munaðarleysingjaheimilum.

Þegar Hera er spurð hver hennar upplifun var af því að fara til Palestínu svaraði hún:

„Hún var ótrúlega tilfinningamikil. Auðvitað þegar ég er þarna er ég bara að reyna að halda andliti og vera þarna fyrir börnin.“

Hún ræðir það hvernig börnin á munaðarleysingjaheimilinu tóku henni sem gesti og spurðu hana meðal annars út í það hversu mörg börn hún ætti, hversu marga kjóla og gáfu henni „gull í flösku“, eða kók í gleri.

„Um leið og ég var komin út þá hellist yfir mig vonleysið“

Hera segist hafa upplifað sig litla gagnvart þessu ástandi. Hún segir að um leið og heimsókn hennar lauk á munaðarleysingjaheimilinu og hún var komin út fyrir dyrnar þar þá helltist yfir hana vonleysistilfinning. 

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is