Óþægilegur apríl og auðvitað Björk!

Hverjir voru hvar | 6. apríl 2024

Óþægilegur apríl og auðvitað Björk!

Verk Þorvaldar Þorsteinssonar heitins, And Björk of course, er mætt til Reykjavíkur, í sjálft Borgarleikhúsið. Leikritið það var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í febrúar, á dánardegi höfundarins en hann féll frá 23. febrúar 2013 í Belgíu, aðeins 52 ára að aldri. 

Óþægilegur apríl og auðvitað Björk!

Hverjir voru hvar | 6. apríl 2024

Steiney Skúladóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Sunna Jóhannsdóttir, Björn Thors og …
Steiney Skúladóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Sunna Jóhannsdóttir, Björn Thors og Edda Björg Eyjólfsdóttir voru á meðal gesta. Samsett mynd

Verk Þorvaldar Þorsteinssonar heitins, And Björk of course, er mætt til Reykjavíkur, í sjálft Borgarleikhúsið. Leikritið það var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í febrúar, á dánardegi höfundarins en hann féll frá 23. febrúar 2013 í Belgíu, aðeins 52 ára að aldri. 

Verk Þorvaldar Þorsteinssonar heitins, And Björk of course, er mætt til Reykjavíkur, í sjálft Borgarleikhúsið. Leikritið það var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í febrúar, á dánardegi höfundarins en hann féll frá 23. febrúar 2013 í Belgíu, aðeins 52 ára að aldri. 

Það var einstök stemning í Borgarleikhúsinu þetta kvöld. Ekkja Þorvaldar Þorsteinssonar, Helena Jónsdóttir, var að sjálfsögðu meðal gesta en í teiti sem haldið var eftir sýninguna hélt hún ræðu sem kom við hjartað í fólki. 

Gréta Kristín Ómarsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Elín Arnar og Helena Jónsdóttir …
Gréta Kristín Ómarsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Elín Arnar og Helena Jónsdóttir í góðum félagsskap. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frú Vigdís Finnbogadóttir var á meðal gesta í Borgarleikhúsinu þetta kvöld en þar var líka Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður og listamaður, Selma Björnsdóttir listamaður, Jóhanna Vigdís Arnardóttir listamaður, Björk Eiðsdóttir upplýsingafulltrúi og Jóhann G. Jóhannsson listamaður. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verkið And Björk of course er sett upp í Borgarleikhúsinu því það var frumsýnt í leikhúsinu árið 2001 en þá var Benedikt Erlingsson í leikstjórastól. 

„Mig langaði til að skrifa leik­rit um ástand. Mig var lengi búið að langa til þess en treysti mér aldrei al­menni­lega til þess. Með ástandi á ég við leik­rit án eig­in­legs söguþráðar. Ekk­ert eig­in­legt upp­haf, miðja eða end­ir. Held­ur ástand,“ sagði Þor­vald­ur Þor­steins­son í viðtali við Morg­un­blaðið 7.4.2002. 

Gréta Karen Ómarsdóttir leikstýrir verkinu og nær að ná því besta fram í leikurum sýningarinnar. María Heba er ókrýnd stjarna sýningarinnar þar sem hún fer með hlutverk andlegs leiðtoga sem stýrir sjálfshjálparnámskeiði. Hugmyndin um að það sé hægt að selja örmagna fólki allt verður ljóslifandi í hlutverki hennar. Á námskeiðið koma sex einstaklingar sem eru að leita að ljósinu. Þeir eru Jón Gnarr, Sverr­ir Þór Sverris­son, sem oft­ast er kallaður Sveppi, Eygló Hilm­ars­dótt­ir, María Páls­dótt­ir, Urður Bergs­dótt­ir og Davíð Þór Katrín­ar­son. 

Hvers vegna fer fólk á sjálfshjálparnámskeið? Er nokkuð að? Er ekki bara allt flekklaust og fullkomið? Og hvað um haminguna? Eru ekki ekki allir hamingjusamir ef þeir búa vel, herbergi, herbergi, herbergi, eldhús, bað, þvottahús og gestasnyrting. Þarf eitthvað meira? Það er vel hægt að spyrja sig að því.

Hvernig sem horft er á það þá er And Björk of course hressilega fyndið verk en á sama tíma ferlega óþægilegt. Mjög óþægilegt! 

Hugsanlega er það bara svolítið eins og lífið sjálft, fullt af óvæntum sögum og uppákomum sem eru oftar en ekki svo lygilegar að fólk veit ekki hvað það getur sagt. Í stað þess að setja upp skelfingarsvip þá er kannski bara ágætt að hlæja! En þannig var stemningin einmitt á frumsýningunni. Fólk hló af óþægilegum bröndurum án þess að skammast sín. 

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Steiney Skúladóttir.
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Steiney Skúladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sveinn Logi Sölvason og Birta Björnsdóttir.
Sveinn Logi Sölvason og Birta Björnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hinrik Geir og Heiða Halldórsdóttir.
Hinrik Geir og Heiða Halldórsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Ilmur Stefánsdóttir, Stefán Jónsson og Soffía Steingrímsdóttir.
Ilmur Stefánsdóttir, Stefán Jónsson og Soffía Steingrímsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Margrét Bjarnadóttir og Álfrún Helga Örnólfsdóttir.
Margrét Bjarnadóttir og Álfrún Helga Örnólfsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Björn Thors og Axel Hallkell Jóhannesson.
Björn Thors og Axel Hallkell Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eygló Björk Kjartansdóttir, Birna Hafstein og Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Eygló Björk Kjartansdóttir, Birna Hafstein og Edda Björg Eyjólfsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nína Dögg Filippusdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Nína Dögg Filippusdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hjalti Jónsson, Magnús Geir Þórðarson og Lára Sóley Jóhannsdóttir.
Hjalti Jónsson, Magnús Geir Þórðarson og Lára Sóley Jóhannsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is