Nóttin: Ágústa Eva og Ingó í góðum fíling

Hverjir voru hvar | 9. apríl 2024

Nóttin: Ágústa Eva og Ingó í góðum fíling

Nóttin er komin með svo mikla kúrekaþráhyggju eftir að hafa hlustað á Cowboy Carter, áttundu plötu Beyoncé, að hún fór í Kormák og Skjöld og keypti sér Barbour-hatt. Þegar hún var komin með hattinn fattaði Nóttin að hún væri eins og íslenska sumarkonan endurborin. 

Nóttin: Ágústa Eva og Ingó í góðum fíling

Hverjir voru hvar | 9. apríl 2024

Samsett mynd

Nóttin er komin með svo mikla kúrekaþráhyggju eftir að hafa hlustað á Cowboy Carter, áttundu plötu Beyoncé, að hún fór í Kormák og Skjöld og keypti sér Barbour-hatt. Þegar hún var komin með hattinn fattaði Nóttin að hún væri eins og íslenska sumarkonan endurborin. 

Nóttin er komin með svo mikla kúrekaþráhyggju eftir að hafa hlustað á Cowboy Carter, áttundu plötu Beyoncé, að hún fór í Kormák og Skjöld og keypti sér Barbour-hatt. Þegar hún var komin með hattinn fattaði Nóttin að hún væri eins og íslenska sumarkonan endurborin. 

Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgin byrjaði á fimmtudeginum þegar Nóttin skellti sér á frumsýningu And Björk of course. Þar voru borgarstjórahjónin Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður Willums Þórs heilbrigðisráðherra. Þau sáu þó ekki alla sýninguna, þurftu að fara út í hléi vegna barnfóstruvandræða. Selma Björnsdóttir var á sýningunni og líka Kolbeinn Tumi Daðason, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Í leikhúsinu var líka leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir og leikarinn Björn Thors. Búningahönnuðurinn Elín Edda Árnadóttir var á fremsta bekk og líka eiginmaður hennar Sverrir Guðjónsson söngvari. Unnur Eggertsdóttir leikkona mætti ásamt föður sínum Eggert Benedikt Guðmundssyni. Unnur var greinilega ekki bara mætt á klakann til að fara í leikhús og verja tíma með föður sínum því daginn eftir hóf hún störf fyrir Katrínu Jakobsdóttur vegna forsetaframboðs hennar. 

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. Ljósmynd/Lilja Jóns

Nóttin lenti óvart inni á ráðstefnu í Hörpu þegar hún ætlaði að fá sér drykk. Þar gekk hún næstum því á Baltasar Kormák sem var eins og klipptur út úr Yellow Stone þáttunum. Vantaði bara kúrekahattinn. Nóttin hefði getað lánað honum sinn! Nóttin er að tala um ljósar laugardagsbuxur, rauða og svarta köflótta skyrtu og vaxjakka. Svo sá hún Sigurjón Sighvatsson útundan sér og velti fyrir sér á hvaða vítamínum hann væri eiginlega, svo skínandi eitthvað! Þar var líka Inga Lind Karsdóttir í stemningu! 

Sigurjón Sighvatsson, formaður Kvikmyndaráðs og kvik­mynda­fram­leiðandi.
Sigurjón Sighvatsson, formaður Kvikmyndaráðs og kvik­mynda­fram­leiðandi. mbl.is/Ásdís

Nóttin kíkti á tónleika Úlfs Úlfs í Gamla bíói. Þakið ætlaði að rifna af húsinu, svo mikil stemning var á svæðinu. Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör, Birnir og Kött grá Pje komu fram með hjómsveitinni og auðvitað Salka Sól Eyfeld líka. En sá sem olli hæsta hitastiginu í Gamla bíói var nærvera Rúriks Gíslasonar. Hvernig fer maðurinn að því að vera svona heitur? 

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Ljósmynd/Instagram

Nóttin var eitthvað svo tóm í hjartanu þegar hún vaknaði á laugardaginn. Hvað er betra að gera þegar slíkar þjáningar birtast? Nú fara í Epal og kaupa eitthvað! Þar var Rafn Guðlaugsson, sem einhverjar vilja meina að sé heitasti piparsveinninn þessa dagana. Þar var líka Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar og Sævar Pétursson tannlæknir í rauðu Moncler vesti með sólgleraugu. Nóttin keypti nokkur handklæði, lúxussápur og örlítið af hönnunarlakkrís. Vont að vanta þetta! 

Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar.
Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. mbl.is/Árni Sæberg

Nóttin var orðin svöng og sendi skilaboð á vinkonu sína og bað hana að hitta sig á Snaps. Þar var Nanna Kristín Tryggvadóttir aðstoðarmaður Bjarna Ben, Sigríður Thorlacius söngkona og Valgeir Bjarnason fyrrverandi sölustjóri hjá Wow air með glæsidömu upp á arminn. 

Nanna Kristín Tryggvadóttir.
Nanna Kristín Tryggvadóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Með kúrekahattinn í farteskinu ákvað Nóttin að skella sér út á land. Hvar er betra að gera vel við sig en einmitt á Selfossi? Hún endaði á djamminu á Miðbar. Þar var allt á útopnu en á staðnum var Ágústa Eva Erlendsdóttir tónlistarmaður í góðum fíling og líka Ingó veðurguð. Nóttin bar ekki kennsl á hina - enda úr Garðabænum! 

Ágústa Eva Erlendsdóttir með kúrekahatt eins og Nóttin splæsti í.
Ágústa Eva Erlendsdóttir með kúrekahatt eins og Nóttin splæsti í. Ljósmynd/Saga Sig

Eftir ferðina á Selfoss ákvað Nóttin að taka sunnudaginn rólega og fara í göngutúr í 101. Hún fór í fúr-kápuna og setti á sig fúr-loðhattinn og risastór sólgleraugu. Þar sá hún Þóreyju Vilhjálmsdóttur á göngu við Vatnsstíg en á Þórsgötunni mætti hún pari sem var eins og ástfangnir unglingar. Þegar betur var að gáð voru þetta hjónin Gunna Dís Emilsdóttir útvarpsstjarna og Kristján Þór Magnússon mannauðsstjóri í Mosfellsbæ. Hvernig fara þau að þessu? 

Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Þór Magnússon.
Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Þór Magnússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is