Nóttin: Lilja bankastjóri fagnaði með körlunum á OTO

Hverjir voru hvar | 19. mars 2024

Nóttin: Lilja bankastjóri fagnaði með körlunum á OTO

Hvers vegna eru mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur svona lengi að líða og hvers vegna er lögmannsstofan hans pabba ekki komin með vinnustyttingu? Nóttin ákvað að taka sína eigin vinnustyttingu á fimmtudaginn og sagði við pabba að hún væri bókuð á fundi á hverfisbarnum. Mjög mikilvæga fundi. Til þess að auka trúverðugleika klæddi hún sig í beige-litaða dragt með skósíðum buxum, fór í támjóa hæla og í Ölmu Möller, slaufuskyrtuna, innanundir. Hún var vandræðalega vel til höfð þegar hún mætti í Mathöllina á Höfða. Var svolítið eins og týpurnar sem panta förðun áður en þær mæta í morgunflug. Það að keyra úr 101 upp á Höfða er samt ígildi utanlandsferðar. Það eina sem vantaði var handfarangurstaska frá Louis Vuiotton eins og Lína Birgitta keypti sér á dögunum.

Nóttin: Lilja bankastjóri fagnaði með körlunum á OTO

Hverjir voru hvar | 19. mars 2024

Lilja Björk Einarsdóttir fagnaði á OTO en þar var Hödd …
Lilja Björk Einarsdóttir fagnaði á OTO en þar var Hödd Vilhjálmsdóttir. Ragnar Sigurðsson fór á Kjarval en þar var Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Rúrik Gíslason fór í Mathöll í Árbænum. Samsett mynd

Hvers vegna eru mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur svona lengi að líða og hvers vegna er lögmannsstofan hans pabba ekki komin með vinnustyttingu? Nóttin ákvað að taka sína eigin vinnustyttingu á fimmtudaginn og sagði við pabba að hún væri bókuð á fundi á hverfisbarnum. Mjög mikilvæga fundi. Til þess að auka trúverðugleika klæddi hún sig í beige-litaða dragt með skósíðum buxum, fór í támjóa hæla og í Ölmu Möller, slaufuskyrtuna, innanundir. Hún var vandræðalega vel til höfð þegar hún mætti í Mathöllina á Höfða. Var svolítið eins og týpurnar sem panta förðun áður en þær mæta í morgunflug. Það að keyra úr 101 upp á Höfða er samt ígildi utanlandsferðar. Það eina sem vantaði var handfarangurstaska frá Louis Vuiotton eins og Lína Birgitta keypti sér á dögunum.

Hvers vegna eru mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur svona lengi að líða og hvers vegna er lögmannsstofan hans pabba ekki komin með vinnustyttingu? Nóttin ákvað að taka sína eigin vinnustyttingu á fimmtudaginn og sagði við pabba að hún væri bókuð á fundi á hverfisbarnum. Mjög mikilvæga fundi. Til þess að auka trúverðugleika klæddi hún sig í beige-litaða dragt með skósíðum buxum, fór í támjóa hæla og í Ölmu Möller, slaufuskyrtuna, innanundir. Hún var vandræðalega vel til höfð þegar hún mætti í Mathöllina á Höfða. Var svolítið eins og týpurnar sem panta förðun áður en þær mæta í morgunflug. Það að keyra úr 101 upp á Höfða er samt ígildi utanlandsferðar. Það eina sem vantaði var handfarangurstaska frá Louis Vuiotton eins og Lína Birgitta keypti sér á dögunum.

Móðir átti reyndar einu sinni svona tösku. Pabbi hafði keypt hana handa henni þegar hann var að reyna að afhippa hana. Gott ef hann keypti ekki líka hvítar gallabuxur handa henni þegar hann fór að hitta mennina í New York. En svo gafst móðir upp á að láta afhippa sig, skildi við pabba og gaf einhverjum heimilislausum á Indlandi töskuna. Nóttin getur ekki hugsað um þetta ógrátandi enda taskan líklega það eina sem hún hafði áhuga á að erfa eftir móður. 

Nóttin var varla komin inn í mathöllina þegar hún fékk ofbirtu í augun. Enginn annar en eitt mesta goð allra tíma var á staðnum. Sjálfur Rúrik Gíslason en með í för var allt Ice Guys-gengið eins og það lagði sig. Nóttin reyndi að gefa honum auga en hann leit ekki upp! Bömmer en hann gleymdi alveg að pósta mynd úr þessu pleisi í Árbænum. Á Instagram er hann alltaf ber að ofan á lúxushótelum í útlöndum. Bömmer! 

Rúrik Gíslason var reyndar ekki þessum smóking-fötum í mathöllinni. Það …
Rúrik Gíslason var reyndar ekki þessum smóking-fötum í mathöllinni. Það var skellur. Ljósmynd/Instagram

Eftir mathöllina var Nóttin sveitt og lúin. Hún gat ekki mætt á skrifstofuna eins og ferða-skindibitastaður. Nóttin var líka í vinnustyttingu. Ekki gleyma því! Hún fór heim og lét renna í frístandandi baðkarið og passaði að vatnið skvettist ekki upp úr á Terrazzo-físarnar.

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill.
Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill.

Eftir baðferð og TikTok-hugleiðslu klæddi hún sig upp á, í silkitopp og silkibuxur. Ferðinni var heitið á veitingastaðinn OTO við Hverfisgötu. Þar var Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill, Inga Helga Jónsdóttir lögfræðingur og Þórdís Bjarna. Lögmaðurinn Bjarki Diego á BBA//Fjeldco lögmannstofunni var í stuði ásamt félögum sínum. Nóttinni leið eins og hún væri komin heim. Svo gott að vera innan um fólk þar sem allir tilheyra sömu stétt. Þar var líka Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í feiknastuði á hringborði með nokkrum karlakörlum. Skál! 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Föstudagurinn var rólegur svona framan af. Nóttin var smá sjúskuð eftir OTO. Maðurinn á Hverfisgötunni pingaði. Vildi að hún kíkti yfir. Hún lét til leiðast enda fínt að hafa eina varaskeifu svona miðsvæðis. Hún stoppaði samt ekki lengi og var komin heim áður en Morgunblaðið kom inn um lúguna. Nóttin þyrfti eiginlega að kaupa sér stærri tösku sem hún gæti tekið með sér út á kvöldin. Tösku sem hún gæti geymt íþróttaskó, íþróttabuxur, hettupeysu og derhúfu. Ef hún vaknaði einhverstaðar gæti hún skipti um föt og litið út eins og heilsufrík sem skokkar á næturnar.

Ingólfur Þórarinsson.
Ingólfur Þórarinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Í hádeginu var Nóttin komin með innilokunarkennd. Það var allt of mikið skrifstofuloft að eyðileggja í henni lungun. Hún fór í því í Smáralind til að fá sér frískt loft. Þar var Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, að fá sér kaffi eða kannski þurfti hann bara smá fersk loft í lungun eins og Nóttin. 

Maðurinn á Hverfisgötu bauð Nóttinni í mat á föstudagskvöldið. Svona eftir á hyggja var þetta frekar slök nýting á tíma og afleit ákvörðun. Hann eldaði uppáhaldsréttinn sinn sem er eftirlíking af BRODIES SPECIAL, rétti mánaðarins á Wok On. Hann inniheldur hvít hrísgjrón, beikon kurl, kjúkling, rauðlauk, strengjabaunir, asian soy, sambal oelek, sesam olíu, vorlaukur og steiktan hvítlaukur.

BRODIES SPECIAL er um það bil skýrasta dæmið um að fólk á að varast eftirlíkingar og líklega Wok On. Maður á Hverfisgötu sem býður upp á hvít hrísgrjón og beikonkurl og bjór á föstudagskvöldi á eiginlega ekki skilið að fá heimsókn. Þetta hefði hugsanlega sloppið ef það hefði verið þriðjudagur. Nóttin ætlar líka að endurskoða þetta með að gott sé að hafa varaskeifu í hverfinu. Stundum er betra að fara bara í Blush og vera ein heima hjá sér. 

Júlíana Sara Gunnarsdóttir.
Júlíana Sara Gunnarsdóttir.

Nóttin notaði lunga laugardagsins í að sortera föt og fór eina ferð í fatagáminn með „last season“ útgáfuna af sér. Um kvöldið kíkti hún á hverfisbarinn Kjarval. Þar fann hún sig. Þar var Magnús Sigurbjörnsson forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, Stefán Einar Stefánsson sjónvarpsstjarna, Birgir Jónsson fyrrverandi forstjóri Play og Lísa Ólafsdóttir eigandi Madison Ilmhúss. Eyþór Arnalds var líka á svæðinu og líka Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis, Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Ragnar Sigurðsson óþekkasta fótboltastjarna allra tíma. Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur var á svæðinu og þar var líka Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona og leikstjóri eða hinn helmingurinn af Þær tvær. Svo byrjaði eldgos og allir fóru út í glugga að taka myndir. Nóttin fór yfir á Röntgen en hún man ekki hverjir voru þar. Eina sem hún mundi að hún var ekki í ökuhæfu ástandi. Hún var þó ekki alveg út úr heiminum því hún hafði rænu á að svara ekki skilaboðum frá Manninum á Hverfisgötunni. 

Birgir Jónsson og Lísa Ólafsdóttir.
Birgir Jónsson og Lísa Ólafsdóttir.
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Það var lágskýjað á sunnudeginum. Nóttin fór í Kringluna til að kaupa sér mat á stjörnutorginu sem nú kallast einhverju flottheitanafni sem hún man ekki hvar er. Í Kringlunni var Bubbi Morthens í sunnudagsfötum og Kristín Þóra Haraldsdóttir með hárið í snúð.

mbl.is