Það sem Víkingarnir hafa fram yfir önnur lið

Dagmál | 6. apríl 2024

Það sem Víkingarnir hafa fram yfir önnur lið

„Þeir eru klárlega besta liðið eins og staðan er í dag,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík.

Það sem Víkingarnir hafa fram yfir önnur lið

Dagmál | 6. apríl 2024

„Þeir eru klárlega besta liðið eins og staðan er í dag,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík.

„Þeir eru klárlega besta liðið eins og staðan er í dag,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík.

Víkingum er spáð 1. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í fyrsta sæt­inu á síðustu leiktíð.

Eiga að veita þeim samkeppni

„Bæði Valur og Breiðablik eiga að geta veitt þeim keppni og þau eiga að gera það,“ sagði Aron Elvar.

„Það sem mér finnst Víkingarnar hafa haft, fram yfir önnur lið undanfarin ár, er andlegur styrkur. Þeir spila eins fast og þeir mega og hingað til hafa önnur lið ekki ráðið við það.

Víkingarnir hafa spilað fast, hleypt leiknum í hálfgerða vitleysu, og síðan haldið haus á meðan önnur lið hafa ekki gert það,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar.
Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is