Engin ævintýramennska sem gæti komið í bakið á mönnum

Dagmál | 7. apríl 2024

Engin ævintýramennska sem gæti komið í bakið á mönnum

„Ég held að það sé nokkuð raunhæft að taka skref í rétta átt og byrja á því,“ sagði Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fram.

Engin ævintýramennska sem gæti komið í bakið á mönnum

Dagmál | 7. apríl 2024

„Ég held að það sé nokkuð raunhæft að taka skref í rétta átt og byrja á því,“ sagði Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fram.

„Ég held að það sé nokkuð raunhæft að taka skref í rétta átt og byrja á því,“ sagði Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fram.

Fram er spáð 8. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í tíunda sæt­inu á síðustu leiktíð.

Ekki að spenna bogann

„Félagið er þannig uppsett að menn eru ekki að spenna bogann,“ sagði Viðar.

„Menn eru ekki að fara í einhverja ævintýramennsku sem mun koma í bakið á þeim seinna og það kæmi mér á óvart ef að einhver stór biti myndi skrifa undir hjá félaginu rétt fyrir mót,“ sagði Viðar meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rúnar Kristinsson tók við þjálfun Fram fyrir tímabilið.
Rúnar Kristinsson tók við þjálfun Fram fyrir tímabilið. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is