Gætu orðið fallbyssufóður í sumar

Dagmál | 7. apríl 2024

Gætu orðið fallbyssufóður í sumar

„Ég hef smá áhyggjur af því að of margir ungir leikmenn þurfi að taka á sig of stórt hlutverk í sumar,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um HK.

Gætu orðið fallbyssufóður í sumar

Dagmál | 7. apríl 2024

„Ég hef smá áhyggjur af því að of margir ungir leikmenn þurfi að taka á sig of stórt hlutverk í sumar,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um HK.

„Ég hef smá áhyggjur af því að of margir ungir leikmenn þurfi að taka á sig of stórt hlutverk í sumar,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um HK.

HK-ingum er spáð 12. sæti deild­ar­inn­ar og falli í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í níunda sæt­inu á síðustu leiktíð.

Ekki merkilegt

„Ég sá aðeins til þeirra á undirbúningstímabilinu og þetta var ekki merkilegt,“ sagði Aron Elvar.

„Ég er mjög svartsýnn fyrir hönd HK því það virðist ekki vera til peningur til þess að sækja þá leikmenn sem liðið þarf. Þeir gætu hreinlega orðið fallbyssufóður ef þeir gera það ekki,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

HK-ingar fagna marki á síðustu leiktíð.
HK-ingar fagna marki á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is