Átta af hverjum tíu segja ósatt um aldur

Dagmál | 8. apríl 2024

Átta af hverjum tíu segja ósatt um aldur

Um eða yfir áttatíu prósent af þeim sem sækjast eftir vernd á Íslandi og segjast vera börn, gefa upp rangan aldur. „Það eru fullorðnir einstaklingar sem sækjast eftir þeim réttindum sem eru frátekin fyrir börn,“ segir Svend Richter réttartannlæknir.

Átta af hverjum tíu segja ósatt um aldur

Dagmál | 8. apríl 2024

Um eða yfir áttatíu prósent af þeim sem sækjast eftir vernd á Íslandi og segjast vera börn, gefa upp rangan aldur. „Það eru fullorðnir einstaklingar sem sækjast eftir þeim réttindum sem eru frátekin fyrir börn,“ segir Svend Richter réttartannlæknir.

Um eða yfir áttatíu prósent af þeim sem sækjast eftir vernd á Íslandi og segjast vera börn, gefa upp rangan aldur. „Það eru fullorðnir einstaklingar sem sækjast eftir þeim réttindum sem eru frátekin fyrir börn,“ segir Svend Richter réttartannlæknir.

Hann hefur annast aldursgreiningar fyrir ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og lögregluna í Reykjavík.

Svend er gestur Dagmála í dag og ræðir þar meðal annars störf sín sem tengjast réttartannlæknisfræði. Hluti af þeirri vinnu er eins og fyrr segir aldursgreiningar.

Svend Richter segir að þetta háa hlutfall hafi ekki komið …
Svend Richter segir að þetta háa hlutfall hafi ekki komið sér á óvart.

Óyggjandi niðurstaða

Þegar forsjárlaust barn leitar hælis á Íslandi og raunar í flestum löndum Evrópu, og ekki er hægt að staðfesta aldur út frá vegabréfi eða sambærilegum skjölum er gripið til aldursgreiningar. Skoðaðar eru tennur og bein á vaxtarsvæði við úlnlið. Þannig fæst óyggjandi niðurstaða um aldur. Einstaklingur flokkast sem barn upp að átján ára aldri.

Þær rannsóknir sem Svend hefur gert hér á landi í þessu samhengi sýna að átta af hverjum tíu einstaklingum gefa upp rangan aldur og flokkast sem fullorðnir einstaklingar. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um víðtæka vernd til handa börnum í þessari stöðu.

Svend Richter segir að þetta háa hlutfall hafi ekki komið sér á óvart. Þetta sé sama hlutfall og þekkist í löndunum í kringum okkur.

Hótunarbréf í skjóli nætur

Hann viðurkennir að honum og samstarfskonu hans, ásamt háskólarektor, hafi verið hótað í tengslum við starf sitt við aldursgreiningar á meintum börnum sem sækjast eftir vernd á Íslandi.

Öll þrjú fengu hótunarbréf borið inn á heimili sitt í skjóli nætur.

Voru þau bréf send lögreglu en ekkert kom út úr rannsókn málsins. Hann segir þessa hótun hafa tekið mismikið á fólk en það sé mjög alvarlegt þegar svona hlutir berist inn á heimili fólks. 

Svend Richter er gestur Dagmála í dag og ræðir um rannsóknir sem hann stundaði á stríðsglæpum í Kósovó um aldamótin og sitthvað fleira er tengist hans langa ferli á sviði tannlækninga og ekki síst réttartannlækninga.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins. Með fréttinni fylgir hluti af þeim þætti viðtalsins sem snýr að aldursgreiningum fyrir Útlendingastofnun.

mbl.is