Landrisið verulegt og hefur færst í aukana

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. apríl 2024

Landrisið verulegt og hefur færst í aukana

Landrisið við Svartsengi hefur færst í aukana.

Landrisið verulegt og hefur færst í aukana

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. apríl 2024

Eldgosið við Sundhnúkagíga hófst 16. mars.
Eldgosið við Sundhnúkagíga hófst 16. mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landrisið við Svartsengi hefur færst í aukana.

Landrisið við Svartsengi hefur færst í aukana.

Frá aðfaranótt föstudags hefur einn gígur verið virkur í eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga þann 16. mars.

Sú breyting varð á gosinu í gærkvöldi að gígbarmurinn norðan megin brast og byrjaði hraun að flæða þar niður.

„Mér sýnist á öllu að landrisið við Svartsengi sé verulegt og er að fara í áttina að því sem það var,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Benedikt segir að landrisið sé ekki orðið eins mikið og var. Miðað við að það sé að aukast þá geti það þýtt að það sé meiri tregða í flæði eldgossins. Hinn möguleikinn er sá að flæði sé að aukast að neðan.

Hagar sér á svipaðan hátt og gosin í Fagradalsfjalli

„Gosið er að haga sér á mjög svipaðan hátt og gosið í Fagradalsfjalli og það er ekkert hægt að útiloka að það haldi áfram að malla. Lengsta gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir í sex mánuði en hin voru eitthvað styttri,“ segir Benedikt.

Hann segir ómögulegt að segja til um hvort atburðarásin haldi áfram í Sundhnúkagígum en Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við mbl.is á dögunum að hann reiknaði ekki með öðrum atburði í Sundhnúkagígum.

„Maður hefði getað fært rök fyrir því að þessu væri að ljúka á svæðinu, þegar ekkert landris var í gangi, en það er færast í aukana og þar með virðist þessu ekkert vera að ljúka í bili.“

mbl.is