Engin merki um framrás hrauns við varnargarða

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. apríl 2024

Engin merki um framrás hrauns við varnargarða

Eldgosið við Sundhnúkagíga helst stöðugt og landris heldur áfram á svipuðum hraða og í byrjun apríl.

Engin merki um framrás hrauns við varnargarða

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. apríl 2024

Aðeins gýs úr einum gíg í eldgosinu á Reykjanesskaga.
Aðeins gýs úr einum gíg í eldgosinu á Reykjanesskaga. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Eldgosið við Sundhnúkagíga helst stöðugt og landris heldur áfram á svipuðum hraða og í byrjun apríl.

Eldgosið við Sundhnúkagíga helst stöðugt og landris heldur áfram á svipuðum hraða og í byrjun apríl.

Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að áfram sé einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5. apríl.

„Hraun rennur áfram til suðurs frá gígnum en nær ekki langt og hraunbreiðan heldur því áfram að byggjast upp nærri gígnum. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu,“ segir jafnframt.

Kvikan veldur auknum þrýsting og landrisi

Fram kemur að landrisið í Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða en í byrjun mánaðarins jókst hraði þess miðað við tímabilið frá því eldgosið hófst 16. mars til mánaðamóta.

Það gefi til kynna að meirihluti kvikunnar sem streymir undir Svartsengi safnist saman þar og valdi auknum þrýstingi og landrisi.

„Á meðan eldgosinu stendur er þó áfram opin tenging á milli kvikusöfnunarsvæðisins í Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar og hluti kvikunnar flæðir þar upp á yfirborð. Mishraðar breytingar á landrisinu geta sést á milli daga en heilt yfir er hraðinn stöðugur síðan í byrjun apríl,“ segir enn fremur i færslu Veðurstofunnar.

Hættumat er óbreytt og gildir að öllu óbreyttu til kl. 15 þann 16. apríl.

mbl.is