Engin gasmengun mælist

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. apríl 2024

Engin gasmengun mælist

Engin merki eru um að dregið hafi úr virkni eldgossins við Sundhnúkagíga á síðustu dögum. Þá eru heldur engin merki um að virknin hafi aukist.

Engin gasmengun mælist

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. apríl 2024

28 dagar eru liðnir frá því gosið hófst í Sundhnúkagígaröðinni. …
28 dagar eru liðnir frá því gosið hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Mynd tekin 9. apríl. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Engin merki eru um að dregið hafi úr virkni eldgossins við Sundhnúkagíga á síðustu dögum. Þá eru heldur engin merki um að virknin hafi aukist.

Engin merki eru um að dregið hafi úr virkni eldgossins við Sundhnúkagíga á síðustu dögum. Þá eru heldur engin merki um að virknin hafi aukist.

Landrisið heldur einnig áfram. Aftur á móti mælist lítil sem engin gasmengun á svæðinu.

„Þetta er bara sambærilegt því sem hefur verið síðustu daga,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Engin gasmengun

„Eins og staðan er núna mælist ekkert á gasmælunum hjá okkur,“ segir Bjarki enn fremur. „En það getur auðvitað breyst og það getur auðvitað verið gas annars staðar en þar sem er gasmælir.“

Spurður út í hraunflæðið segir Bjarki engar marktækar breytingar hafa orðið á því. Rennslið hafi verið tiltölulega stöðugt alla 28 daga gossins, en þó langmest í upphafi.

„[Hraunflæðið] er ekkert að færast rosalega langt,“ segir hann. „Þetta hleðst bara upp í hraunpolla.“

Skjálftavirkni við Kleifarvant

Þá eru engar vísbendingar sem benda til þess að vænta megi breytinga í virkni gossins á næstunni, en þó getur allt gert, að sögn sérfræðingsins.

Annars hefur skjálftavirkni verið lítil, en samt nokkur, eftir að það tók að gjósa. „Þegar þú ert með gos í gangi er lítil skjálftavirkni,“ útskýrir Bjarki.

Auk þess varð jarðskjálftahrina í Kleifarvatni í gær, en það er „hefðbundin skjálftavirkni“, að sögn Bjarka. Jarðskjálfti varð í Kleifarvatni stuttu eftir samtal Bjarka og mbl.is og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálfar síðustu 24 klst. Sótt kl. 9:40 þann 13. apríl …
Skjálfar síðustu 24 klst. Sótt kl. 9:40 þann 13. apríl 2024. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is