„Erum á stað sem við höfum ekki séð áður“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 15. apríl 2024

„Erum á stað sem við höfum ekki séð áður“

Smáskjálftahrinan sem hófst upp úr hádegi í gær tengist að öllum líkindum spennuhreyfingum á Reykjanesskaga.

„Erum á stað sem við höfum ekki séð áður“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 15. apríl 2024

Skjálftarnir eru líklega vegna spennubreytinga.
Skjálftarnir eru líklega vegna spennubreytinga. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Smáskjálftahrinan sem hófst upp úr hádegi í gær tengist að öllum líkindum spennuhreyfingum á Reykjanesskaga.

Smáskjálftahrinan sem hófst upp úr hádegi í gær tengist að öllum líkindum spennuhreyfingum á Reykjanesskaga.

Upptök skjálftanna voru á sprungusvæði þar sem miklar hreyfingar urðu í umbrotunum í nóvember. 

Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.

Hluti af skjálftunum varð í stóra sigdalnum sem myndaðist þá. Engin merki eru um að hrinan tengist kvikuhreyfingum með beinum hætti.

„Líklega er þetta afleiðing af þenslunni. Þetta er á svipuðum slóðum og við höfum séð áður. Þetta er akkúrat á jaðrinum á þenslumörkunum.“

Graf sýn­ir staðsetn­ingu skjálft­anna á korti og dýpt þeirra.
Graf sýn­ir staðsetn­ingu skjálft­anna á korti og dýpt þeirra.

Erfitt að segja hvert þetta leiði

Skjálftarnir voru 90 talsins og voru allir undir einum að stærð. 

„Þeir höfðu ekki einkenni þess að það væri kvika beinlínis að reyna að troða sér eitthvert,“ segir Benedikt en bætir þó við að mikil óvissa ríki í tengslum við jarðhræringarnar á skaganum.

„Við erum fyrst og fremst að fylgjast með atburðarásinni. Það er voða erfitt að segja til um hvert þetta leiðir.“

Heildarflæðið mjög svipað

Aðeins hefur dregið úr krafti eldgossins.

Heildarflæðið úr dýpra kvikuhólfinu virðist vera mjög svipað, að sögn Benedikts, en aftur á móti virðist hluti af kvikunni vera að safnast fyrir í grynnra kvikuhólfinu undir Svartsengi, þar sem landris hófst fyrir tæpum tveimur vikum.

Hver er staðan á landrisinu?

„Það er svo margt búið að gerast og hvar við eigum að setja viðmiðið er erfitt að átta sig á. Sérstaklega af því að núna er þetta ekki bara að safnast fyrir heldur er hluti af þessu að flæða upp á yfirborð,“ segir Benedikt og heldur áfram:

„Nú er gos í gangi og það er ekkert alveg ljóst hvað það þýði að landrisið fari yfir sömu viðmið og voru síðast, af því að nú er opin rás upp. Við erum á stað sem við höfum ekki séð áður og erum bara að fylgjast með.“

mbl.is