„Hún er ekki sæt og hefur enga leiklistarhæfileika“

Poppkúltúr | 17. apríl 2024

„Hún er ekki sæt og hefur enga leiklistarhæfileika“

Kvikmyndaframleiðandinn Carol Baum er ekki aðdáandi bandarísku leikkonunnar Sydney Sweeney. Baum var viðstödd sérstaka sýningu á kvikmyndinni Dead Ringers nú á dögunum og sagði álit sitt á ungu leikkonunni í umræðum eftir sýningu. 

„Hún er ekki sæt og hefur enga leiklistarhæfileika“

Poppkúltúr | 17. apríl 2024

Baum er lítt hrifin af leikhæfileikum Sweeney.
Baum er lítt hrifin af leikhæfileikum Sweeney. Samsett mynd

Kvikmyndaframleiðandinn Carol Baum er ekki aðdáandi bandarísku leikkonunnar Sydney Sweeney. Baum var viðstödd sérstaka sýningu á kvikmyndinni Dead Ringers nú á dögunum og sagði álit sitt á ungu leikkonunni í umræðum eftir sýningu. 

Kvikmyndaframleiðandinn Carol Baum er ekki aðdáandi bandarísku leikkonunnar Sydney Sweeney. Baum var viðstödd sérstaka sýningu á kvikmyndinni Dead Ringers nú á dögunum og sagði álit sitt á ungu leikkonunni í umræðum eftir sýningu. 

Baum, konan á bak við myndir eins og Father of the Bride og framhald hennar, Father of the Bride: Part II, sagðist hvorki botna upp né niður í vinsældum Sweeney. 

„Hún er ekki sæt og hefur enga leiklistarhæfileika. Hún er á allra vörum. Ég skil bara ekki af hverju?“ sagði Baum við fullan sal áhorfenda.

Baum sagðist einnig hafa horft á rómantísku gamanmyndina Anyone But You til að fá dýpri skilning á vinsældum leikkonunnar en hún viðurkenndi að myndin væri með þeim „alverstu“ sem framleiddar hafa verið. 

Sweeney hefur ekki tjáð sig um orð Baum. 

mbl.is