Helga fékk undirskriftirnar „á núll einni“

Forsetakosningar 2024 | 28. apríl 2024

Helga fékk undirskriftirnar „á núll einni“

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segist hafa fengið þær undirskriftir sem vantaði fyrir framboð hennar „á núll einni“. 

Helga fékk undirskriftirnar „á núll einni“

Forsetakosningar 2024 | 28. apríl 2024

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er hún skilaði inn framboði sínu á …
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er hún skilaði inn framboði sínu á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segist hafa fengið þær undirskriftir sem vantaði fyrir framboð hennar „á núll einni“. 

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segist hafa fengið þær undirskriftir sem vantaði fyrir framboð hennar „á núll einni“. 

Í gær var greint frá því að, auk Helgu, vantaði Ástþóri Magnússyni og Eiríki Inga Jóhanssyni upp á meðmælendur fyrir framboð sitt.

Alls skiluðu 13 frambjóðendur inn undirskriftarlista til landskjörstjórnar á föstudag. Stjórnin fer yfir framboðin um helgina og mun úrskurða á fundi sínum á mánudag um gildi framboðanna. 

Ástþór og Eiríkur Ingi hafa til klukkan 17 í dag til þess að skila inn þeim meðmælum sem vantar upp á, en báðum vantar meðmæli í Sunnlendingafjórðungi. 

mbl.is