„Fannst eins og ég væri að ganga nakinn um bæinn“

Dagmál | 15. maí 2024

„Fannst eins og ég væri að ganga nakinn um bæinn“

Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi árið 2016, segir að hann hafi stundum séð eftir því að hafa boðið sig fram í forsetakosningunum.

„Fannst eins og ég væri að ganga nakinn um bæinn“

Dagmál | 15. maí 2024

Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi árið 2016, segir að hann hafi stundum séð eftir því að hafa boðið sig fram í forsetakosningunum.

Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi árið 2016, segir að hann hafi stundum séð eftir því að hafa boðið sig fram í forsetakosningunum.

Hins vegar hafi hann að lokum komist að þeirri niðurstöðu að lýðræðið snúist um að að bjóða sig fram án þess að skammast sín fyrir það. Hann viðurkennir þó að upplifunin hafi verið berskjaldandi.

„Mér fannst eins og ég væri að ganga nakinn um bæinn,“ segir Andri Snær.

Hann segir þó að hann hafi ekki upplifað yfirborðsleg samskipti á tíma sínum í framboði og að hann hafi lagt allt undir í keppninni. Hann sjái ekki eftir því.

Ekki við blossann ráðið 

„Í lok apríl var ég með 30% fylgi en Ólafur Ragnar [Grímsson] með 50%,“ segir Andri í gamansömum tón en Ólafur hafði þá tilkynnt að hann hygðist ekki fara fram að nýju.

Þó hann hafi mælst svo hátt segir hann að ekki hafi verið ráðið við þann blossa þegar Guðni Th. Jóhannesson náði að fanga athygli þjóðarinnar með framboði sínu.

„Þú hreyfir ekkert við því. Þú getur ekkert auglýst gegn því. Kosningarnar voru um hrifningarvímu sem á sér stað. En það sem pirraði mig var að þetta endaði sem svona þriggja mínútna innslag í RÚV fréttum. En ég sé ekkert eftir þessu. En ég finn til með þeim sem eru í framboðinu,“ segir Andri.

mbl.is