„Biblían er í mínum huga ein versta bók sem til er“

Poppkúltúr | 3. maí 2024

„Biblían er í mínum huga ein versta bók sem til er“

Skoski leikarinn Brian Cox, best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni Succession, fór ekki fögrum orðum um Biblíuna í viðtali við hlaðvarpsþáttinn The Starting Line Podcast á dögunum.

„Biblían er í mínum huga ein versta bók sem til er“

Poppkúltúr | 3. maí 2024

Brian Cox liggur ekki á skoðunum sínum.
Brian Cox liggur ekki á skoðunum sínum.

Skoski leikarinn Brian Cox, best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni Succession, fór ekki fögrum orðum um Biblíuna í viðtali við hlaðvarpsþáttinn The Starting Line Podcast á dögunum.

Skoski leikarinn Brian Cox, best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni Succession, fór ekki fögrum orðum um Biblíuna í viðtali við hlaðvarpsþáttinn The Starting Line Podcast á dögunum.

Cox, 77 ára, neitar að láta skilgreina sig en viðurkennir að vera laus við trú á guði og yfirskilvitlegar æðri verur. 

„Trúarbrögð eru hamlandi. Þau efla og styðja feðraveldið ásamt því að koma í veg fyrir framþróun,“ sagði Cox meðal annars, en að hans mati ýta trúarbrögð undir styrjaldir, átök og hatursáróður. 

„Biblían er í mínum huga ein versta bók sem til er. Hún er uppfull af lygum og er einungis leið til að móta skoðanir fólks.“



mbl.is