Rifjaði upp gamla takta í gríninnslagi

Poppkúltúr | 3. maí 2024

Rifjaði upp gamla takta í gríninnslagi

Leikkonan Sandra Oh sem fór eftirminnilega með hlutverk aðstoðarskólastjórans í gamanmyndinni The Princess Diaries frá árinu 2001, rifjaði upp gamla takta í gríninnslagi fyrir spjallþátt Kelly Clarkson á dögunum.

Rifjaði upp gamla takta í gríninnslagi

Poppkúltúr | 3. maí 2024

Sandra Oh fór á kostum í þáttaröðum á borð við …
Sandra Oh fór á kostum í þáttaröðum á borð við Grey's Anatomy og Killing Eve. Samsett mynd

Leikkonan Sandra Oh sem fór eftirminnilega með hlutverk aðstoðarskólastjórans í gamanmyndinni The Princess Diaries frá árinu 2001, rifjaði upp gamla takta í gríninnslagi fyrir spjallþátt Kelly Clarkson á dögunum.

Leikkonan Sandra Oh sem fór eftirminnilega með hlutverk aðstoðarskólastjórans í gamanmyndinni The Princess Diaries frá árinu 2001, rifjaði upp gamla takta í gríninnslagi fyrir spjallþátt Kelly Clarkson á dögunum.

Innslagið vakti mikla athygli og sýndi leikkonan að hún hafði engu gleymt af gömlu töktunum, 23 árum síðar.

Gestur Clarkson var bandaríska leikkonan Anne Hathaway sem fór með hlutverk Miu Thermopolis, prinsessu og síðar drottningu Genoviu, í kvikmyndunum.

Oh fékk það skemmtilega hlutverk að kynna Hathaway á svið og gerði hún það með því að fara með frægustu setningu sína: „Gupta, the Queen is coming”.

The Princess Diaries 3 er sögð vera í bígerð.

mbl.is