FFR og Sameyki undirrita langtímasamning

Kjaraviðræður | 7. maí 2024

FFR og Sameyki undirrita langtímasamning

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Sameyki, Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað langtímasamning sem byggir á stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði. 

FFR og Sameyki undirrita langtímasamning

Kjaraviðræður | 7. maí 2024

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Sameyki, Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað langtímasamning sem byggir á stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði. 

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Sameyki, Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað langtímasamning sem byggir á stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.  

FFR og Sameyki höfðu boðað verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli sem áttu að hefjast í þessari viku. 

Sömu launahækkanir

„Samningurinn felur í sér sömu launahækkanir og samið var um í Stöðugleikasamningnum. Við náðum jafnframt árangri í því að samræma ákveðin atriði hjá þeim félögum sem að honum standa og hagræðingu fyrir Isavia byggt á innanhússtillögu frá ríkissáttasemjara, því þurfa bæði félög að samþykkja hann til þess að hann haldi gildi sínu,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í tilkynningunni.

„Verðbólga er á niðurleið og verðbólguvæntingar eru lægri núna en þær voru fyrir ári síðan.  Það má því færa rök fyrir því að raunstýrivextir séu ansi háir og það hlýtur því að styttast í að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. Þessi samningur er liður í því að skapa efnahagslegar aðstæður sem styðja við það.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is