Kjaraviðræður

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

í gær „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

í gær Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Lægra þorskverð en krafa um hærri laun

19.10. „Stórsókn er hafin af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í ræðu á aðalfundi í gær. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

18.10. Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

17.10. „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

15.10. Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Ríkið vinnur að útfærslu dómsins

13.10. „Þetta er niðurstaðan. Nú þurfum við að skoða málið heildstætt, hvað þetta þýðir,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, við Morgunblaðið. Meira »

Vilja embætti varaforseta

12.10. Þrír verkalýðsleiðtogar sækjast eftir embættum varaforseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram í embætti 1. varaforseta og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í 2. varaforseta. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, stefnir á annað hvort embættið. Meira »

Forystan gagnrýnd harðlega

12.10. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar voru harðlega gagnrýnd á fundi með starfsfólki félagsins fyrir að hafa í engu svarað gífuryrðum og hörðum árásum Gunnars Smára Egilssonar á starfsmann félagsins til áratuga, fjármálastjórann. Meira »

Fjölmargir fletir sem sameina

10.10. „Sameiginlegt markmið okkar allra er að bæta lífskjör allra á landinu og næstu vikur munu fara í það að byggja brýr á milli samningsáherslna SA og kröfugerðar Starfsgreinasambandsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

„Við viljum spýta svolítið í“

10.10. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir að aðalkrafa sambandsins sé að lágmarkslaun verði 425.000 krónur í lok samningstíma að því gefnu að ekki komi til um­tals­verðra skatt­kerf­is­breyt­inga. Hann vill tala um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun lægstu launa. Meira »

Krefjast þjóðarátaks í húsnæðismálum

10.10. Starfsgreinasamband Íslands hefur sent frá sér tvær kröfugerðir sem voru samþykktar á samninganefndarfundi sambandsins í dag. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum. Meira »

Mikil átök á skrifstofu Eflingar

6.10. Samkvæmt lýsingum núverandi og fyrrverandi starfsmanna Eflingar stéttarfélags hafa þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri gjörbreytt vinnustaðnum og vinnuandanum til hins verra. Meira »

Fullkomin samstaða innan SGS

5.10. Öll nítján félög Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu samningsumboð sitt fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. „Það eru öll félögin að vinna saman að kröfugerð, og er þetta í fyrsta skipti sem það gerist.“ Meira »

SGS samræmir kjarakröfur sínar

5.10. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stór vinnufundur Starfsgreinasambandsins hæfist á Selfossi samdægurs, þar sem lögð yrðu drög að sameiginlegri kröfugerð aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Meira »

Fátt sem kemur á óvart í bréfi SA

3.10. Samtök atvinnulífsins (SA) sendu seint í fyrrakvöld bréf til allra viðsemjenda sinna í komandi kjaraviðræðum, eins og greint var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Meira »

Lífskjör meira en launaliður

2.10. Samtök atvinnulífisins (SA) sendu seint í gærkvöldi bréf til allra viðsemjenda sinna í komandi kjaraviðræðum. Er þar óskað eftir formlegum viðræðum um atriði sem meðal annars eru tengd lífskjörum og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Meira »

Komandi kjaraviðræður snúast um lífskjör

30.9. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, formaður SA, eru sammála um að komandi kjaraviðræður muni snúast um lífskjör. „Í þessum kjarasamningum sem fram undan eru erum við að semja um lífskjör allra á Íslandi,“ segir Halldór Benjamín í þættinum Þingvellir á K100. Meira »

Kröfurnar valdi öllum tjóni

27.9. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir framkomna kröfu stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík á hendur atvinnurekendum munu valda öllum tjóni og sér hafi brugðið við að sjá þá kröfu Framsýnar að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur. Meira »

Lágmarkslaun 375 þúsund

26.9. Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík krefst þess í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur að lágmarkslaun verði 375.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meira »

Ný áhætta í flugrekstri

25.9. Hægari hagvöxtur á Íslandi eftir ósjálfbæran vöxt síðustu ára er jákvæð þróun, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hátt olíuverð og aukin samkeppni í flugsamgöngum sé ný áhætta í íslensku efnahagslífi. Eins fylgi óvissa tengd Brexit þar sem óljóst er hvaða áhrif þetta hafi á útflutning. Meira »

Vill „ofurbandalag“

24.9. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

20.9. Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

„Ólöglegar“ hækkanir fasteignagjalda

19.9. „Gífurlegar“ hækkanir fasteignagjalda eru ekki aðeins ósanngjarnar heldur einnig ólöglegar þar sem þær eiga að standa undir kostnaði við veitta þjónustu sveitarfélags við fyrirtæki en ekki að vera eignarskattar, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið biðlar til sveitarfélaga að lækka fasteignagjöld. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

19.9. Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Undirbúa samninga

17.9. Forsvarsmenn vinnuveitenda og launþegahreyfingar hafa hist á óformlegum fundum að undanförnu og rætt kjarasamningana sem verða lausir í lok þessa árs. Meira »

Búa sig undir viðræður

27.8. Aðilar heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa ólíkar hugmyndir um svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði, en almenn ánægja er með samtalið við stjórnvöld í aðdraganda kjaraviðræðna. Meira »

Minna svigrúm til hækkana en 2015

25.8. „Það væri mjög óvarlegt ef hér færu af stað miklar hækkanir yfir línuna eins og árið 2015, segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, spurður um stöðu efnahagsmála nú í aðdraganda... Meira »

Kaupmáttur launa hækkaði um 3,5%

22.8. Launavísitalan hefur hækkað um 6,3% á einu ári en í júlí nam hækkun hennar 0,4% frá fyrri mánuði.  Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

15.8. Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »