Kjaraviðræður

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Ákveða sig á morgun

05:30 Lokaákvörðun verður tekin á morgun um það hvort verkfallsaðgerðir verði boðaðar af hálfu ljósmæðra vegna kjaradeilu þeirra við íslenska ríkið. Í þessu sambandi hefur einnig verið rætt að ljósmæður lýsi yfir... Meira »

Halda kjarabaráttu áfram

15.6. Mikil samstaða er á meðal ljósmæðra um að halda kjarabaráttu sinni áfram, að sögn Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur, formanns samninganefndar ljósmæðra. Meira »

Segir ljósmæður í þröngri stöðu

9.6. „Við erum á núllpunkti og þurfum að byrja aftur og sjá hvað er hægt að gera,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um stöðuna í kjaraviðræðum ljósmæðra og ríkisins. Ljósmæður kolfelldu í gær kjarasamning sem skrifað var undið við ríkið 29. maí. Meira »

Ljósmæður felldu kjarasamninginn

8.6. Tæplega 70 prósent ljósmæðra greiddu atkvæði gegn nýgerðum kjarasamningi ríkisins við ljósmæður. Þetta segir formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn hljóðaði upp á 4,21 prósenta launahækkun og innspýtingu fjármagns inn í heilbrigðisstofnanir frá heilbrigðisráðuneytinu. Meira »

MDE vísaði verkfallsmáli BHM frá

7.6. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Bandalags háskólamanna (BHM) gegn íslenska ríkinu. „BHM virðir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Meira »

Kennarar samþykkja kjarasamning

5.6. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu með 74% atkvæða. „Þetta er skýr niðurstaða um að þetta samtal sé nauðsynlegt og að við þurfum að fara af fullum þunga inn í það næsta haust,“ segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Tvísýnt hvort ljósmæður samþykkja

1.6. Samkvæmt nýjum kjarasamningi sem lagður er í dóm ljósmæðra fá þær rúmlega 4% launahækkun ásamt sextíu milljóna króna greiðslu sem ætluð er til leiðréttingar launa og annarra aðgerða. Meira »

Kynna samninginn á morgun

30.5. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist reikna með því að kynna samninginn, sem náðist í gær, fyrir félagsmönnum í Ljósmæðrafélagi Íslands um fimmleytið á morgun. Strax að loknum fundi verður opnað fyrir rafræna atkvæðagreiðslu. Meira »

Ráðherra fagnar samningi við ljósmæður

29.5. „Það er fagnaðarefni að hér sé komin lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um samkomulagið sem náðist á fundi fulltrúa ljósmæðra og ríkisins í dag. Meira »

Ljósmæður sömdu við ríkið í dag

29.5. Fulltrúar ríkisins og ljósmæðra náðu saman á fundi um nýjan kjarasamning ljósmæðra í dag.   Meira »

Margar ljósmæður láta af störfum

28.5. Fyrsta júlí næstkomandi mun 21 ljósmóðir hafa látið af störfum vegna yfirstandandi kjaradeilu þeirra við ríkið. „Við reynum að vera bjartsýn, en þessi barátta hefur verið mjög löng og erfið,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, við mbl.is. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

23.5. Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Mjakast í viðræðum ljósmæðra

16.5. „Það er samtal í gangi og þreifingar. Þetta gengur hægar en margir hefðu kosið, en það mjakast í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sem á enn í kjaraviðræðum við íslenska ríkið. Meira »

„Mjög gott samtal“ á vinnufundi

14.5. „Við áttum mjög gott samtal,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, að loknum vinnufundi með samninganefnd ríkisins í dag. Meira »

Krossar bara fingur og vonar það besta

13.5. Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, kveðst bjartsýn fyrir vinnufund í kjaradeilu ljósmæðra á morgun. Næsti formlegi fundur með allri samninganefnd ríkisins er síðan á miðvikudag. Meira »

Segir hvern dag í óvissunni öllum þungbær

11.5. „Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um kjaradeilur ljósmæðra og ríkisins. Meira »

Segir Ragnar fara fram með offorsi

11.5. „Við Ragnar höfum verið ósammála um leiðir í kjarabaráttu, það er engin launung á því, en mér þykir nokkuð merkilegt að hann vilji fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá fyrirætlan formanns VR að lýsa yfir formlegu vantrausti á hann. Meira »

Tónlistarskólakennarar sömdu

10.5. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) skrifaði undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga í gærkvöld, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn gildir út mars 2019. Meira »

Segir umræður á viðkvæmu stigi

9.5. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að samninganefnd ríkisins sýni aukinn vilja til samninga en nefndirnar hittust á vinnufundi í dag. Næsti fundur í kjaradeildunni er á mánudaginn. Meira »

Ljósmæður leita í önnur störf

8.5. Langt er í land í kjaradeilu ljósmæðra og íslenska ríkisins. Ljósmæður standa við kröfur sínar og komu ekki til móts við ríkið að neinu leyti á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Meira »

„Við erum að fara fram á leiðréttingu“

7.5. Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk á fimmta tímanum en að sögn formanns samninganefndar ljósmæðra kom ekkert nýtt fram á fundinum. Nýr fundur er boðaður 16. maí. Meira »

Í bolum með áletrinu „Eign ríkisins“

7.5. Níundi samningafundur ljósmæðra og ríkisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 15. Ljósmæður mættu til fundarins klæddar bolum sem á stóð „Eign ríkisins“. Meira »

Framhaldsskólakennarar samþykktu

7.5. Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Meira »

Þurfa að gyrða sig í brók

7.5. „Þetta er þrælsnúin deila en ég er að vona að það komi eitthvað í dag,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Meira »

Starfsfólk verði ekki látið bíða stundinni lengur

7.5. Efling-stéttarfélag lýsir áhyggjum af þeim töfum sem orðið hafa á framkvæmd launaþróunartryggingar af hálfu aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).Kallað er eftir því að vangoldnar afturvirkar hækkanir og önnur laun sem félagsmenn eiga skýlausan rétt á verði greidd þegar í stað og starfsfólk þeirra fyrirtækja sem um ræðir ekki látið bíða stundinni lengur. Meira »

Lausn deilunnar ekki í sjónmáli

7.5. „Staðan er þung. Á síðasta fundi bar mikið í milli og það er ekki alveg í sjónmáli hvernig eigi að leysa þessa deilu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Meira »

Málflutningur ráðherra undarlegur

6.5. „Ég undrast að þetta komi frá heilbrigðisráðherra af því nú vorum við að funda með henni fyrir helgina og fórum vel yfir okkar rök. Þau hafa verið alveg borðliggjandi þannig þetta heldur ekki vatni hvað mig varðar. Alls ekki,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Meira »

Ekki nóg að segja sanngjarnt að hækka laun

6.5. „Vandinn er alltaf sá að þegar ein stétt er í hnút með sín mál þá þarf hún að rökstyðja sínar kröfur og það er ekki nóg að rökstyðja með því að segja það sanngjarnt að launin séu önnur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

„Það er skömm að þessu“

5.5. „Enn eitt kjaftshöggið,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir í samtali við mbl.is um orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem hann lét falla í kvöldfréttum RÚV. Hún segir það ekki koma til greina að ljósmæður skrifi undir 4,21% launahækkun. Meira »