Kjaraviðræður

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

í gær Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

í gær Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

í gær Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

í gær „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Ljóst að stjórnvöld þurfi að hafa aðkomu

16.1. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn í næstu viku í kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hreyfing sé komin á málin. Meira »

Setjast að samningaborðinu með SA

16.1. Fundur hófst hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara. Meira »

Stokki upp lífeyriskerfið

16.1. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir „gagngerum breytingum“ á íslenska lífeyriskerfinu. Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og geti jafnvel haldið niðri launum. Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að skoða lækkun iðgjalda gegn því að laun verði hækkuð í samningunum. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

15.1. Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

15.1. „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjarverkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Átakshópur í kapphlaupi við tímann

15.1. „Við vinnum hörðum höndum að því að standa við þetta,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og annar formaður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Meira »

Ekki stór skref, en í rétta átt

15.1. „Það verða margir fundir í undirhópum í dag,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um kjaraviðræður aðildarfélaga sambandsins, og segist þeirrar skoðunar að samningaviðræður þokist í rétta átt. Meira »

Færumst nær lausn með hverjum fundi

14.1. „Við funduðum með Landssambandi verslunarmanna í morgun og eftir þrjár mínútur hefst fundur með Landssambandi iðnaðarmanna,“ sagði Halldór Benjamín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, þegar mbl.is náði tali af honum á hlaupum. Meira »

VR stendur við hækkanir

14.1. VR mun standa við hækkun á mánaðarlaunum starfsmanna félagsins, hvort sem kröfurnar verða uppfylltar þegar kjarasamningar nást eða ekki. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Meira »

„Við erum að tala saman“

14.1. Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hittast aftur í dag til viðræðna. Síðasti fundur var á laugardaginn var. Meira »

Iðnaðarmenn og SA funda aftur á mánudag

12.1. „Við erum ræða áfram það sama og við höfum verið að ræða. Tökum svo verkefnið heim yfir helgina og hittumst svo aftur á mánudaginn,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, í samtali við mbl.is, spurður um fund samninganefnda iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem var haldinn í dag. Meira »

Mikil vinna er eftir vegna kjaraviðræðna

12.1. Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) hittast á viðræðufundi fyrir hádegi í dag og eftir hádegið munu samninganefndir Starfsgreinasambandsins (SGS) og SA halda áfram viðræðum. Meira »

„Eftir hverju erum við að bíða?“

12.1. „Allir þessi neikvæðu þættir sem vil viljum sjá dragast saman eru að gera það og allir þessu jákvæðu þættir sem við viljum að hækki eru að gera það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöður rannsóknar á tilraunaverkefni ríkisins á styttingu vinnuvikunnar. Meira »

Leiðaraskrif og hótanir leysi ekkert

11.1. „Hvorki leiðaraskrif þar sem fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er líkt við Trump né hótanir um að selja banka í ríkiseigu verða til þess að leysa kjaradeiluna, svo það sé sagt,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í vikulegum pistli sínum. Meira »

Ræða um launaliðinn

11.1. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) sem ekki hafa dregið samningsumboð sitt til baka funda með Samtökum atvinnulífsins (SA) í húsakynnum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) þessa stundina. Meira »

Samið verði til styttri tíma

11.1. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna hjá ASÍ í kjaraviðræðunum, segir stefnt að því að ljúka kjarasamningum í þessum mánuði. Meira »

Gæti sett fyrirtækin í þrot

10.1. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir verkföll geta reynst ferðaþjónustunni erfið.  Meira »

Ætti að snúa sér að skáldsagnaritun

9.1. „Þetta er eins og hugsmíð í einhverja skáldsögu eða ævintýri,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastóri Eflingar, um skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, þess efnis að nýju félagssviði Eflingar sé stjórnað af Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins. Meira »

Skýrist á næsta fundi hvort fari í hart

9.1. „Ég vona það besta, en ég held að menn þurfi einfaldlega að búa sig undir það versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness er mbl náði af honum tali eftir fund hjá ríkissáttasemjara í hádeginu. Meira »

Fara yfir kröfugerðir hjá sáttasemjara

9.1. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þessa stundina. Lítið var gefið upp fyrir fundinn annað en að farið verður yfir kröfugerðir. Meira »

Samstarfið ekki að liðast í sundur

8.1. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist ekki líta svo á að samstarf aðildarfélaga sambandsins sé að liðast í sundur við gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Verkalýðsfélag Grindavíkur afturkallaði samningsumboð sitt fyrr í dag og hefur vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Meira »

Vísa deilu til ríkissáttasemjara

8.1. Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur afturkallað samningsumboð sitt í kjaraviðræðum frá Starfsgreinasambandinu og vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Félagið hefur óskað eftir samstarfi við VR, Verkalýðsfélag Akraness og Eflingu. Meira »

Kjaraviðræður þokast áfram

8.1. Fundum undirhópa í tengslum við kjarasamningaviðræður Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um klukkan fjögur í dag og segir framkvæmdastjóri SGS, Flosi Eiríksson, fundina hafa gengið vel. Meira »

Fara yfir kröfugerðir á morgun

8.1. „Ég hef verið að taka við gögnum frá þeim og það hefur ekkert annað gerst í málinu. Gert er ráð fyrir að þeir muni fara yfir kröfugerðir sínar í deilunni á fundinum á morgun.“ Meira »