Kjaraviðræður

Tjá sig ekki um viðræðurnar

12.7. Samninganefnd sveitarfélaganna hyggst ekki tjá sig um stöðu kjaraviðræðna Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasambandið. Deilan lúti verkstjórn ríkissáttasemjara og ekki sé heimilt að ræða efnislega um viðræðurnar við fjölmiðla. Meira »

„Allt í hörðum hnút“

11.7. Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir deilu sambandsins við samninganefnd íslenskra sveitarfélaga (SNS) vera í harðari hnút en sambærilegar deilur hafa verið í langan tíma. Segir hann SNS ekki vilja ræða lífeyrismál félagsmanna og að algjör pattstaða sé í kjaraviðræðum. Meira »

Vill verkföll í haust að óbreyttu

11.7. Stjórn Framsýnar stéttarfélags samþykkti ályktun í gær þar sem skorað er á aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að boða til verkfalla í haust standi samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) við ákvörðun sína um að mismuna starfsmönnum sveitarfélaga með eingreiðslu í sumar meðan ekki hafa náðst samningar. Meira »

Hóta mjög harkalegum verkföllum

10.7. Eining-Iðja hótar samninganefnd íslenskra sveitarfélaga sögulega víðtækum verkföllum ef ekki verður fallist á eingreiðslu upp á 105.000 krónur á meðan kjaraviðræðum er frestað fram í ágúst. Meira »

SGS styður baráttu Eflingar

8.7. Beita þarf lögum um keðjuábyrgð af meiri hörku, að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. „Við teljum að stjórnvöld hafi ekki sinnt sínum skyldum í þessu. Verkalýðshreyfingin hefur lengi bent á að það er víða pottur brotinn hjá starfsmannaleigum,“ segir Flosi. Meira »

Viðræðum frestað um rúman mánuð

6.7. Efling hefur skrifað undir endurskoðaða viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að viðræður verða teknar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrirhugað er að klára kjarasamning fyrir 15. september. Meira »

Kurr meðal verkfræðinga

5.7. Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) var samþykktur naumlega í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk 24. júní. Já sögðu 50,8% en nei sögðu 49,2%. Á kjörskrá voru 607 og tóku 59,3% þátt í atkvæðagreiðslunni. Meira »

Fá 105 þúsund króna innágreiðslu

2.7. BSRB hefur náð samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna og líkt og í samkomulaginu sem gert var við ríkið er kveðið á um að launagreiðendur greiði félagsmönnum aðildarfélaga BSRB 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst næstkomandi. Meira »

Lögðu röksemdir sínar fyrir sáttasemjara

19.6. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun og lögðu fram greinargerðir sínar í kjaradeilunni, sem hefur verið í hnút vegna alvarlegs ágreinings um jöfnun lífeyrisréttinda. Meira »

Verkfall flugumferðarstjóra að hefjast

13.6. Á morgun hefjast verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra, sem felast í að flugumferðarstjórar hætta að þjálfa flugumferðarstjóranema, ráðstöfun, sem seinkar útskrift þeirra sem nemur tíma verkfallsins. Meira »

BHM talar um óviðunandi hægagang

13.6. Viðræðum BHM við viðsemjendur sína hefur miðað of hægt áfram, að sögn. BHM skorar á viðsemjendur sína að taka kjaraviðræðurnar „föstum tökum og ganga til samninga við félögin.“ Meira »

Flugfreyjur hafa vísað til ríkissáttasemjara

12.6. Flugfreyjufélag Íslands vísaði kjaradeilu við SA v/Air Iceland Connect til ríkissáttasemjara í gær. Þetta staðfestir Berglind Kristófersdóttir sem situr í samninganefnd fyrir hönd FFÍ við mbl.is. Samningar hafa verið lausir frá áramótum. Meira »

Starfsþjálfun hætt í bili

7.6. „Við hættum allri starfsþjálfun í bili frá og með næsta föstudegi. Þetta hefur engin bein áhrif á flug,“ segir Kári Örn Óskarsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, við mbl.is um vinnustöðvunina sem félagið boðar til. Meira »

Samið fyrir starfsmenn á Bakka

7.6. Samkomulag náðist í fyrrakvöld milli PCC BakkiSilicon og stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar um nýjan sérkjarasamning fyrir nálægt 100 iðnaðarmenn og starfsmenn við framleiðslu í kísilmálmverksmiðjunni á Bakka við Húsavík. Meira »

Býsna snúin og flókin staða uppi

5.6. „Þetta er býsna snúin og flókin staða sem er uppi en við erum í þessu af heilum hug og nálgumst þetta bara bjartsýn.“   Meira »

„Þurfa á fríi að halda“

1.6. Það hefur verið nóg að gera hjá Ríkissáttasemjara að undanförnu, en 160 kjarasamningar hafa orðið lausir frá áramótum. „Það er líf og fjör í húsinu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara, í samtali við mbl.is. Hún segir stefnt að því að loka hjá Ríkissáttasemjara í júlí. Meira »

Krónutöluhækkun í samningum SSF

31.5. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í dag nýjan kjarasamning sem gildir frá fyrsta apríl þessa árs til fyrsta nóvember 2022. Segjast SSF hafa lagt áherslu á hækkun lægri launa, styttri vinnuskyldu, ákvæði um fastlaunasamninga og stöðugleika. Meira »

Rýrir trúverðugleika fjármálastefnunnar

31.5. Talsmaður ASÍ hefur áhyggjur af því að breytt fjármálaáætlun komi niður á velferðarmálum. Hún segir að breytingarnar megi ekki leiða til vanefnda ríkisstjórnarinnar á loforðum sem liðkuðu fyrir kjarasamningsgerð. Meira »

Blaðamenn vísi kjaradeilu til sáttasemjara

31.5. „Ég reikna með að við munum vísa til ríkissáttasemjara í dag,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við mbl.is. „Það var samningafundur í morgun og það er ekkert annað að gera.“ Meira »

Línur að skýrast hjá mjólkurfræðingum

30.5. Mjólkurfræðingafélag Íslands heldur á fund hjá ríkissáttasemjara á morgun en félagið vísaði viðræðum sín­um um nýj­an kjara­samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara um miðjan mars sl. Meira »

„Ég hef engar áhyggjur af þessu“

30.5. Árni Valur Sólonsson, hótelrekandi í Reykjavík, hefur engar áhyggjur af ásökunum Eflingar honum á hendur um vanefndir á kjarasamningum. Hann segir að SA muni ekki taka afstöðu gegn honum. Meira »

Skilaboð út á við geta skipt miklu máli

30.5. Rætt var efnislega um ásakanir Eflingar á hendur Árna Vali Sólonssyni um vanefndir á lífskjarasamningnum á fundi Eflingar og SA í gær. Ekki fékkst niðurstaða um hver afstaða SA verði en hennar er að vænta. Meira »

Engin niðurstaða eftir fund SA og Eflingar

29.5. „Við ræddum um lífskjarasamninginn í víðu samhengi, stöðu efnahagsmála og hvernig við tryggjum best framgöngu lífskjarasamningsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fund SA og Eflingar. Boðað var til fundarins vegna meintra vanefnda á kjarasamningnum. Meira »

500.000 og engar krónutöluhækkanir

29.5. Samhljómur er meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna, BHM, um að lægstu laun opinberra starfsmanna í félögunum verði ekki undir 500 þúsund krónum á mánuði. Meira »

Svara fullyrðingum SGS og Eflingar

28.5. Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru engin ákvæði er styðja breytingar á núverandi fyrirkomulagi lífeyrissjóðsaðildar félagsmanna SGS og Eflingar eða á framlögum launagreiðenda í lífeyrissjóði sem þeir eiga aðild að. Meira »

Trúir því ekki að SA verji hótelstjórann

28.5. Efling – stéttarfélag og Samtök atvinnulífsins funda á morgun vegna þess sem stéttarfélagið segir að séu ólöglegar hópuppsagnir á hótelunum Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni Valur Sólonsson rekur. Meira »

Vísa kjaradeilu til Ríkissáttasemjara

28.5. Starfsgreinasamband Íslands og Efling hafa vísað kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara. Af hálfu SGS og Eflingar kemur ekki til greina að halda viðræðum áfram nema að lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð í samræmi við fyrri loforð. Meira »

Reiknað með viðræðum í sumar

27.5. Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu í húsnæði Ríkissáttasemjara, bæði í kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar og í deilum sem ekki eru komnar á það stig. Meira »

Heimild ráðherra til launahækkana skert

23.5. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að nokkrar breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Meira »

80% félagsmanna ASÍ samþykktu

23.5. Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir í öllum aðildarfélögum Samiðnar nema Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði. Tæplega 73% þeirra sem þátt tóku samþykktu samningana. Meira »