Kjaraviðræður

Vilja stöðva „græðgisvæðingu yfirstéttarinnar“

23.2. Stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags skorar á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans, þar sem forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

21.2. Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

20.2. „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

20.2. Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Vilja segja upp kjarasamningum

15.2. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar sendu frá sér ályktun í gær þar sem stéttarfélagið hvetur verkalýðshreyfinguna til að nýta sér ákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins með því að segja upp gildandi kjarasamningum í febrúar. Meira »

Vilja segja upp kjarasamningum

14.2. Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp. Ástæðan er sögð skýr forsendubrestur. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar meðal félagsmanna sem Rafiðnaðarsambandið stóð fyrir. Meira »

Laun hjá ríkinu hækka um 1,3%

14.2. Laun félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu verða hækkuð um 1,3% að meðaltali til að bæta þeim upp launaskrið á almennum vinnumarkaði. Hækkunin er afturvirk frá 1. janúar 2017 og ætti að koma til framkvæmdar um næstu mánaðarmót hjá félagsmönnum flestra aðildarfélaga. Meira »

„Ekki enn farin að sjá til lands“

14.2. „Það er í sjálfu sér ekki langt á milli samningsaðila en núna þurfum við að leysa ýmis atriði sem tengjast menntamálaráðuneytinu og útfærslu á síðasta kjarasamningi,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir síðasta fund fé­lags­ins með rík­is­sátta­semj­ara í gær. Meira »

Átta félög í BHM skrifuðu undir samning

5.2. Átta aðildarfélög Bandalags háskólamanna skrifuðu undir kjarasamning við ríkið á föstudaginn. Kjaradeila þeirra fór ekki inn á borð ríkissáttasemjara. Hins vegar eiga félagsmenn þeirra eftir að kjósa um þá. Meira »

„Þokast áleiðis“ í kjaradeilu kennara

31.1. „Þetta var góður fundur. Það þokaðist áleiðis hjá okkur en það er heilmikil vinna framundan,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður félags framhaldsskólakennara eftir fund félagsins með ríkissáttasemjara í dag. Meira »

„Tónninn jákvæðari“ í kjaradeilu kennara

16.1. „Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Meira »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

16.1. „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

16.1. „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Ósammála um uppsögn

15.1. Mjög skiptar skoðanir eru á því innan raða Alþýðusambandsins hvort rétt sé að segja upp kjarasamningum þegar kemur að endurskoðun þeirra í næsta mánuði, en ljóst þykir að forsendur þeirra séu brostnar. Meira »

„Núna reynir á þolinmæðina“

8.1. „Við höfum verið að funda en það hefur ekki komið neitt út úr því,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, spurð um kjaraviðræður. Í lok nóvember vísaði félagið kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara. Síðasti fundur var 3. janúar. Meira »

Pattstaða er í kjaradeilu

4.1. Pattstaða er í kjaraviðræðum Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Samninganefndar ríkisins en árangurslaus sáttafundur var haldinn í gær. Meira »

ASÍ lætur skína í verkfallsvopnið

30.12. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld hafa nokkrar vikur til að sýna að þeim sé alvara í kjaramálum. Annars muni ASÍ íhuga að beita verkfallsvopninu. Meira »

Flugvirkjar samþykktu samninginn

28.12. Kosningu vegna kjarasamnings Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, lauk kl. 12 í dag. Fram kemur á vef flugvirkjafélagsins að samningurinn hafi verið samþykktur. Meira »

Vilja leiðréttingu launa

22.12. Fulltrúar á vinnumarkaði eru farnir að búa sig undir endurskoðun kjarasaminga Samtaka atvinnulífsins og ASÍ í febrúar. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum. Meira »

Háskólamenn líta til úrskurðar kjararáðs

21.12. „Ég tel það nokkuð öruggt að aðildarfélög bandalagsins [BHM] horfa meðal annars til hækkana kjararáðs, sem þau úrskurða um, í sínum kröfugerðum,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, varaformaður Bandalags háskólamanna Meira »

Notalegt undir pilsfaldi kjararáðs

21.12. „Almenningur hlýtur að bregðast við úrskurði kjararáðs. Það er grímulaust verið að búa til elítu opinberra starfsmanna í landinu sem fylgja allt öðrum viðmiðum en almenningur í landinu,“ segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Meira »

Laun ríkisstarfsmanna leiðrétt

21.12. Laun ríkisstarfsmanna innan BSRB munu hækka um að meðaltali 1,3 prósent samkvæmt samkomulagi um launaþróunartryggingu sem undirritað var í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Ríkisstarfsmenn innan ASÍ munu fá um 1,6 prósent hækkun að meðaltali. Meira »

Kjararáð setji ný launaviðmið

21.12. „Við þurfum að ákveða fyrir lok febrúar hvað við gerum vegna þessa forsendubrests. Það er forsendubrestur og hefur verið frá febrúar í ár,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um stöðuna á vinnumarkaði. Meira »

Atkvæðagreiðslan hefst á miðnætti

20.12. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Flug­virkja­fé­lags Íslands við Icelanda­ir hefst á miðnætti en þetta staðfestir Óskar Ein­ars­son, formaður Flug­virkja­fé­lags Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Verður rætt við vinnumarkaðinn

20.12. „Töluverðar breytingar voru gerðar á lagaumhverfi kjararáðs fyrir ári sem bæði höfðu það markmið að fækka þeim sem heyra undir kjararáð, gera störf ráðsins gagnsærri og að tekið væri mið af almennri launaþróun við úrskurði.“ Meira »

Skoða bætur í hverju tilfelli fyrir sig

20.12. Fólk er enn að hafa samband við Samgöngustofu vegna verkfalls flugvirkja dagana 17. og 18. desember. Töluvert var haft samband við stofnunina á meðan á verkfallinu stóð og svo er enn, að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Meira »

Gengur samkvæmt áætlun

20.12. Vel gengur að vinda ofan af þeim töfum og vandkvæðum sem urðu á áætlunarflugi Icelandair á meðan tveggja daga verkfall flugvirkja flugfélagsins stóð yfir. „Þennan morguninn hef ég ekki aðrar fréttir en að þetta gangi allt samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Slæm ákvörðun að frysta launin

20.12. „Spurningin sem menn ættu ávallt að spyrja er sú hvort þeir sem heyra undir ráðið og ekki fara með samningsrétt, hvort þeim séu ákvörðuð laun í samræmi við markmið og tilgang laga um kjararáð. Það er spurningin sem í mínum huga hefur alltaf trompað allar aðrar.“ Meira »

Býst við niðurstöðu fyrir áramót

19.12. Nýr kjarasamningur Flugvirkjafélags Íslands við Icelandair verður kynntur félagsmönnum á fundi félagsins klukkan 19 annað kvöld. Meira »

Komust langleiðina með leiðréttinguna

19.12. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að flugvirkjar hafi komist langleiðina með að ná fram þeirri leiðréttingu sem þeir fóru fram á í kjarasamningnum sem var undirritaður við Samtök atvinnulífsins í nótt vegna Icelandair. Félagið varð að gefa eftir vegna lengdar samningsins. Meira »