„Öðruvísi hefði nafnið ekki farið á samninginn“

Kjaraviðræður | 7. maí 2024

„Öðruvísi hefði nafnið ekki farið á samninginn“

„Öðruvísi hefði nafnið ekki farið á samninginn,“ segir Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður Fé­lags flug­mála­starfs­manna (FFR), inntur eftir því hvort hann gangi sáttur frá samningaborði ríkissáttasemjara.

„Öðruvísi hefði nafnið ekki farið á samninginn“

Kjaraviðræður | 7. maí 2024

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR …
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Öðruvísi hefði nafnið ekki farið á samninginn,“ segir Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður Fé­lags flug­mála­starfs­manna (FFR), inntur eftir því hvort hann gangi sáttur frá samningaborði ríkissáttasemjara.

„Öðruvísi hefði nafnið ekki farið á samninginn,“ segir Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður Fé­lags flug­mála­starfs­manna (FFR), inntur eftir því hvort hann gangi sáttur frá samningaborði ríkissáttasemjara.

FFR, Sameyki, Isavia og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í kvöld langtímasamning sem byggir á stöðugleikasamningnum.

FFR og Sameyki höfðu boðað verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli sem áttu að hefjast síðar í vikunni en þeim hefur nú verið aflýst.

Í samtali við mbl.is segir Unnar undirritunina leggjast vel í alla sem að samningnum hafi komið enda hafi lokametrarnir óneitanlega verið strembnir. 

Þurfum að hafa hraðar hendur

Unnar kvaðst ekki geta upplýst um helsta ágreiningsefnið fyrr en samningar hefðu verið kynntir fyrir félagsmönnum.

„Við förum í það á morgun að undirbúa kynningarefni og tímasetja fundi til að kynna fyrir félagsfólki á allra næstu dögum. Þau eru náttúrulega spennt að sjá hvað er í samningnum svo við þurfum að hafa hraðar hendur.“

Í fyrri viðtölum hefur komið fram að ekki hafi ríkt ósætti um launalið samninganna heldur um sértæk mál starfsmanna sem FFR sagði vera í gildi í öðrum samningum Isavia. Hefur Unnar áður sagt að málin hafi snúið m.a. að vinnu­skyld­u, greiðslum fyr­ir auka­vakt­ir og áherslu or­lofs í fæðing­ar­or­lofi.

mbl.is