Upphafsfasinn hættulegastur

Dagmál | 7. maí 2024

Upphafsfasinn hættulegastur

Magn kviku sem hefur bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgos hófst 16. mars nálgast 13 milljónir rúmmetra. Magnið í hólfinu hefur aldrei farið yfir þau mörk án þess að það bresti og kvika hlaupi fram.

Upphafsfasinn hættulegastur

Dagmál | 7. maí 2024

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magn kviku sem hefur bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgos hófst 16. mars nálgast 13 milljónir rúmmetra. Magnið í hólfinu hefur aldrei farið yfir þau mörk án þess að það bresti og kvika hlaupi fram.

Magn kviku sem hefur bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgos hófst 16. mars nálgast 13 milljónir rúmmetra. Magnið í hólfinu hefur aldrei farið yfir þau mörk án þess að það bresti og kvika hlaupi fram.

Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í nýjasta þætti Dagmála sem birtist í morgun.

Kraftur eldgossins við Sundhnúkagígaröðina hefur farið dvínandi undanfarna daga. Í gær var framleiðnin komin undir einn rúmmetra á sekúndu. Telur Benedikt líklegt að eldgosið sé að líða undir lok. Í gærkvöldi sást lítil sem engin virkni í gígnum í vefmyndavélum.

Ef kvika hleypur fram telja jarðvísindamenn líklegt að hún leiti annaðhvort upp um sömu sprung og þegar gýs úr eða brjótist upp á svipuðum slóðum.

„Það sem við höfum mestar áhyggjur af er þessi upphafsfasi þar sem við sjáum mjög mikið flæði á stuttum tíma þar sem er mikið hraunflæði sem getur farið langt kannski á fyrstu sex-sjö klukkutímunum. Þá getur hraun runnið marga kílómetra eins og við höfum séð í upphafi allra hinna gosanna.

Það er þessi upphafsfasi sem er hættulegastur en það er erfitt að segja hvað hann verður stór. En þetta eru kannski 700 rúmmetrar á sekúndu.“

mbl.is