Goldberg bauð páfanum hlutverk

Poppkúltúr | 15. maí 2024

Goldberg bauð páfanum hlutverk

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Sister Act 3: Kicking the Habit, sem er þriðja myndin í Sister Act-seríunni.

Goldberg bauð páfanum hlutverk

Poppkúltúr | 15. maí 2024

Myndarinnar er beðið með eftirvæntingu.
Myndarinnar er beðið með eftirvæntingu. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Sister Act 3: Kicking the Habit, sem er þriðja myndin í Sister Act-seríunni.

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Sister Act 3: Kicking the Habit, sem er þriðja myndin í Sister Act-seríunni.

Leikkonan mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, á dögunum og ræddi meðal annars um nýja framhaldið sem margir bíða í ofvæni eftir.

Goldberg fékk áhorfendur til að hlæja þegar hún viðurkenndi að hafa boðið Francis páfa hlutverk í myndinni.

Leikkonan, sem sagðist vera mikill aðdáandi páfans, heimsótti Vatíkanið á síðasta ári og varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hann. Goldberg sá sér leik á borði og bauð Francis páfa gestahlutverk.

„Hann sagðist ætla að sjá til,“ sagði Goldberg hlæjandi.

EGOT-verðlaunahafinn mun endurtaka eitt eftirminnilegasta hlutverk sitt, söngkonuna Deloris Van Cartier eða Sister Mary Clarence, í þriðja sinn á ferlinum en rúm 30 ára eru liðin frá útgáfu Sister Act og Sister Act 2: Back in the Habit.

mbl.is