Urðu ekki vör við kvikuhlaup

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. maí 2024

Urðu ekki vör við kvikuhlaup

Skjálftavirkni í kvikuganginum við Svartsengi var fremur hefðbundin í nótt en í gær mældust sjö skjálftar austan við Sýlingafell sem voru allir undir einum að stærð.

Urðu ekki vör við kvikuhlaup

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. maí 2024

Eldgosið í Sundhnúkagígum í síðasta mánuði.
Eldgosið í Sundhnúkagígum í síðasta mánuði. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Skjálftavirkni í kvikuganginum við Svartsengi var fremur hefðbundin í nótt en í gær mældust sjö skjálftar austan við Sýlingafell sem voru allir undir einum að stærð.

Skjálftavirkni í kvikuganginum við Svartsengi var fremur hefðbundin í nótt en í gær mældust sjö skjálftar austan við Sýlingafell sem voru allir undir einum að stærð.

„Við fylgdumst því mjög vel með stöðunni í nótt en urðum ekki vör við kvikuhlaup eða neinar markverðar breytingar,” segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður út í stöðu mála.

Veður­stof­an og al­manna­varn­ir hafa verið á var­ðbergi und­an­farna viku eft­ir að gos­inu í Sund­hnúkagígaröðinni lauk. Um 14 milljónir rúm­metr­ar af kviku hafa safn­ast í kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi, að sögn Veður­stofunnar. Bú­ist er við öðru kviku­hlaupi hvenær sem er, segja jarðfræðingar sem mbl.is hef­ur rætt við.

mbl.is