Ísraelar ævareiðir yfir ákvörðun Evrópulandanna

Ísrael/Palestína | 22. maí 2024

Ísraelar ævareiðir yfir ákvörðun Evrópulandanna

Ísraelar eru ævareiðir yfir ákvörðun Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Ísraelar ævareiðir yfir ákvörðun Evrópulandanna

Ísrael/Palestína | 22. maí 2024

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, segir ákvörðun ríkjanna til þess fallna …
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, segir ákvörðun ríkjanna til þess fallna að verðlauna Hamas-hryðjuverkasamtökin fyrir hryðjuverk. AFP/Abir Sultan

Ísraelar eru ævareiðir yfir ákvörðun Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Ísraelar eru ævareiðir yfir ákvörðun Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Löndin tilkynntu um ákvörðun sína í dag og hyggjast þau öll viðurkenna ríki Palestínu formlega þann 28. maí. Ákvörðunin hefur vakið lof margra landa í araba- og múslimaheiminum.

Jafngildi verðlaunum fyrir hryðjuverk 

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, segir ákvörðun ríkjanna um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu jafngilda „verðlaunum fyrir hryðjuverk“ enda hafi Hamas-hryðjuverkasamtökin hafið átökin með árás sinni þann 7. október.

Síðan löndin tilkynntu um ákvörðun sína í dag hafa Ísraelar kallað heim bæði sendifulltrúa sína og sendiherra frá Dublin, Osló og Madríd til að ræða málin frekar.

Þjóðarör­ygg­is­ráðherra Ísra­els, Ita­m­ar Ben Gvir, er sama sinnis og Net­anja­hú og segir ákvörðunina verðlauna „morðingja og árásarmenn“.

Ekki hægt að bíða með ákvörðunina 

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Joe Biden forseti sé andvígur einhliða viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Hann vilji frekar að það gerist með „beinum samningaviðræðum“.

Flestar vestrænar ríkisstjórnir, þar á meðal Bandaríkin, segjast reiðubúnar til að viðurkenna palestínskt ríki einn daginn. Það vilja ríkisstjórnirnar þó ekki gera fyrr en vandmeðfarin mál eru leyst. Þar á meðal mál er varða endanleg landamæri og stöðu Jerúsalem.

Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, er þó ekki þeirrar skoðunar að hægt sé að bíða með ákvörðunina þar til eftir að friðarsamkomulag næst. Þannig segir hann að viðurkenning á Palestínu sé leið til að „styðja hófsöm öfl sem hafa verið að tapa fylgi í langvarandi og hrottalegum átökum.“

Tveggja ríkja lausnin í hættu 

Pedro Sanchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, segir að Net­anja­hú „valdi svo miklum sársauka, eyðileggingu og gremju á Gasa og restinni af Palestínu að tveggja ríkja lausnin sé í hættu.“

Þá kallaði Simon Harris, for­sæt­is­ráðherra Írlands, árásina þann 7. október „villimannslega“ en lagði á sama tíma áherslu á að „tveggja ríkja lausn væri eina leiðin út úr kynslóðalotu ofbeldis, hefndaraðgerða og gremju.“

mbl.is