Vill vera hreyfiafl til góðs fyrir land og þjóð

Hringferð | 25. maí 2024

Vill vera hreyfiafl til góðs fyrir land og þjóð

Halla Tómasdóttir kveðst hafa aðgreint sig frá öðrum fram­bjóðend­um með því að tala um sig og hvað hún stend­ur fyr­ir, en ekki með því að tala um það hvernig hún sé betri en aðrir forsetaframbjóðendur.

Vill vera hreyfiafl til góðs fyrir land og þjóð

Hringferð | 25. maí 2024

Halla Tómasdóttir kveðst hafa aðgreint sig frá öðrum fram­bjóðend­um með því að tala um sig og hvað hún stend­ur fyr­ir, en ekki með því að tala um það hvernig hún sé betri en aðrir forsetaframbjóðendur.

Halla Tómasdóttir kveðst hafa aðgreint sig frá öðrum fram­bjóðend­um með því að tala um sig og hvað hún stend­ur fyr­ir, en ekki með því að tala um það hvernig hún sé betri en aðrir forsetaframbjóðendur.

Þetta sagði hún á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is sem haldinn var í gærkvöldi í Reykjanesbæ.

Hvað er það sem þú telur að þú hafir sérstaklega fram að færa til kjósenda umfram aðra?

„Eitt af því er að ég reyni að tala um hvað ég get gert og hver ég er, en ekki að velta því fyrir mér hvort að ég sé betri en aðrir,“ sagði hún og bætti við:

„Ég hef ein­læg­an áhuga á að vera hreyfiafl til góðs fyr­ir land og þjóð,“ sagði hún og út­skýr­ði að þegar henni finn­ist að bet­ur megi gera þá bretti hún upp erm­ar og gangi í verkið. Nefndi hún nokkur dæmi eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.

Aldrei jafn mikl­ir umbreyt­ing­ar­tím­ar

Stefán Einar Stefánsson spurði hana hvort hún væri mögulega að of­meta hlut­verk for­set­ans en þá sagði Halla:

„Ég held að við höf­um aldrei á okk­ar líf­tíma verið á jafn mikl­um umbreyt­ing­ar­tím­um eins og núna og ég hef aldrei séð jafn mörg merki þess að and­leg heilsa okk­ar og sam­fé­lags­leg heilsa sé ekki með besta móti.

Hvort sem það hef­ur verið gert áður eða ekki – það hafði eng­inn stofnað fjár­mála­fyr­ir­tæki með áherslu á kven­legri gildi þegar við stofnuðum Auði Capital – ég er bara ekki mann­eskja sem hall­ar sér aft­ur og seg­ir „af því eitt­hvað er að og af því eng­inn hef­ur nokk­urn tím­ann leyst það þá ætla ég ekki reyna gera mitt til þess að gera það“,“ sagði Halla.

Horfðu á forsetafundinn í heild sinni: 

mbl.is