Þurfti læknishjálp í miðju flugi

Poppkúltúr | 27. maí 2024

Þurfti læknishjálp í miðju flugi

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, þurfti á hjálp að halda í miðju flugi frá Miami til Los Angeles á sunnudag. Hnefaleikakappinn fann fyrir ógleði og svima stuttu fyrir lendingu.

Þurfti læknishjálp í miðju flugi

Poppkúltúr | 27. maí 2024

Mike Tyson.
Mike Tyson. AFP

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, þurfti á hjálp að halda í miðju flugi frá Miami til Los Angeles á sunnudag. Hnefaleikakappinn fann fyrir ógleði og svima stuttu fyrir lendingu.

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, þurfti á hjálp að halda í miðju flugi frá Miami til Los Angeles á sunnudag. Hnefaleikakappinn fann fyrir ógleði og svima stuttu fyrir lendingu.

Að sögn kynningarfulltrúa Tyson þá var magasár valdurinn af flökurleika hans.

Hnefaleikakappinn fékk góða hjálp frá heilbrigðisstarfsfólki sem var um borð í vélinni og er að sögn aðstandenda búinn að ná sér að fullu.

Tyson snýr aftur í hringinn í sumar er hann berst við YouTube-stjörnuna Logan Paul í Arlington í Texas þann 20. júlí næstkomandi. Mikil spenna ríkir fyrir bardaganum og hafa miðarnir rokið út.  

Fer bar­dag­inn fram á heima­velli ruðningsliðsins Dallas Cow­boys en leik­vang­ur­inn rúm­ar 80.000 manns.

mbl.is