Segir íbúa Lundúna hafa fengið að gjalda fyrir aðild Breta að Íraksstríðinu

Sjúkraflutningamenn bera konu inn í sjúkrabíl eftir sprenginguna við Kings …
Sjúkraflutningamenn bera konu inn í sjúkrabíl eftir sprenginguna við Kings Cross lestarstöðina í morgun. AP

Breski þingmaðurinn George Galloway sagði í kvöld að íbúar Lundúna hafi „með árásunum í morgun fengið að gjalda fyrir að Bretar sendu hermenn til Írak og Afganistan,“ og hann varaði við því að fleiri árásir yrðu ef til vill gerðar í Lundúnum. „Við sögðum á sínum tíma að innrásir í Írak og Afganistan myndu auka hættuna á hryðjuverkaárás á Bretland,“ sagði Galloway í yfirlýsingu. „Því miður hafa íbúar Lundúna þurft að gjalda fyrir það að yfirvöld hunsuðu viðvaranir okkar,“ sagði Galloway sem var rekinn úr Verkamannaflokknum eftir harða gagnrýni hans á innrásina í Írak árið 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert