Komu í skóla í leit að dóttur dansks teiknara

Danskur þingmaður upplýsti í gærkvöldi, að hópur tólf múslima hefði komið í skóla í leit að dóttur eins af teiknurunum tólf, sem teiknuðu umdeildar skopmyndir af Múhameð spámanni. Stúlkan var ekki í skólanum þegar þetta gerðist. Teiknararnir fara huldu höfði en þeim hefur verið hótað lífláti.

Jens Rohde, þingmaður Venstre, sagði frá þessu í viðtali við TV Avisen. Hann sagði síðar við Ritzau fréttastofuna að hann hefði frétt af þessu atviki á fundi sem hann átti með teiknurunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert