Starfsmanni sendiráðs Írans rænt í Bagdad

Íraskir hermenn við eftirlit
Íraskir hermenn við eftirlit Reuters

Starfsmanni í íranska sendiráðinu í Bagdad, höfuðborg Íraks, var rænt á sunnudag. Mannræningjarnir eru taldir tilheyra hóp sem tengist íraska varnarmálaráðuneytinu.

Að sögn talsmanns íranska utanríkisráðuneytisins, Mohammad Ali Hosseini, var Jalal Sharafi, sem er sendiráðsritari við sendiráð Írans rænt af hópi sem tengist íraska varnarmálaráðuneytinu en íraska varnarmálaráðuneytið starfar náið með Bandaríkjaher í Írak, að sögn Hosseini.

Segir hann að Sharafi hafi verið rænt við útibú sendiráðs Írans í Bagdad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert