Sarkozy lýsir áhyggjum

Frá Roissy Charles de Gaulle's (CDG) flugvellinum í París
Frá Roissy Charles de Gaulle's (CDG) flugvellinum í París Reuters

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur lýst djúpum áhyggjum af örlögum farþegarvélar Air France flugfélagsins sem hvarf af ratsjám þar sem hún var á flugi yfir Atlantshafið í nótt. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Hefur hann gefið fyrirmæli um að allt verði gert til að finna flugvélina og  varpa ljósi á örlög hennar eins fljótt og kostur er.

Col Henry Munhoz, talsmaður brasilíska flughersins, segir flugvélina ekki hafa birst á ratsjám á Cape Verde eyjum eins og til stóð og að flugher landsins hafi nú hafið leit að henni úr lofti í nágrenni Fernando de Noronha. Fljúga leitarvélarnar í átt til Evrópu en vélin var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Charles de Gaulle, flugvallar í París í Frakklandi.

228 manns eru um borð í vélinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert