Staðfest að Lanza var árásarmaðurinn

Kveikt á kertum við Sandy Hook-grunnskólann.
Kveikt á kertum við Sandy Hook-grunnskólann. AFP

Lögreglan í Connecticut hefur nú formlega staðfest að maðurinn sem skaut 20 börn og sex fullorðna til bana í barnaskóla í bænum Newtown, hét Adam Lanza og var tvítugur að aldri. Einnig er staðfest að hann svipti sig lífi.

Paul Vance sem fer með rannsókn málsins, staðfesti einnig að Lanza hefði fyrst skotið móður sína, Nancy, á heimili hennar. Í kjölfarið hafi hann farið í skólann og hafið skothríð með hríðskotariffli af gerðinni Bushmaster. Hann hafi skotið sjálfan sig með skammbyssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert