Mættu í skólann í fyrsta skipti frá 14.12.

Eitt skiltanna sem bauð börnin velkomin í skólann í dag.
Eitt skiltanna sem bauð börnin velkomin í skólann í dag. AFP

Nemendur Sandy Hook grunnskólans í Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum mættu í skólann í dag, í fyrsta skiptið frá því að Adam Lanza myrti þar 20 ung börn og sex starfsmenn um miðjan desember. Reyndar er skólinn ekki á sama stað, því hann er nú starfræktur í nágrannabænum Monroe.

Borðar með hvatningarorðum til nemenda höfðu verið festir á bygginguna, fánar blöktu og blöðrum var veifað. „Velkomin. Við elskum ykkur,“ stóð á stóru skilti sem komið hafði verið fyrir skammt frá skólanum. Á öðru stóð: „Veljið kærleikann“.

Fjöldi lögreglumanna var á staðnum, þeir stöðvuðu hvern einasta bíl sem kom í námunda við skólann og þeir þurftu að svara ótal spurningum áhyggjufullra foreldra um hvernig hægt yrði að koma í veg fyrir að voðaverkið endurtæki sig.

Börnin voru boðin velkomin í skólann sinn í dag.
Börnin voru boðin velkomin í skólann sinn í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert