Giffords: „Nú er tími til aðgerða“

Gabrielle Giffords, fyrrverandi þingmaður, sem naumlega lifði af skotárás í Arizona í ársbyrjun 2011, hvatti þingmenn á Bandaríkjaþingi til að herða byssulöggjöfina.

„Of mörg börn eru að deyja; of mörg börn. Við verðum að gera eitthvað. Það verður erfitt, en nú er tímabært að grípa til aðgerða. Verið djörf og hugrökk. Bandaríkjamenn treysta á ykkur,“ sagði Giffords í ávarp sínu til þingmanna.

Giffords hefur náð ótrúlega góðum bata, en hún á þó ekki jafnauðvelt með að tjá sig eins og fyrir skotárásina enda fór byssukúlan í gegnum heila hennar.

Bandaríkjamenn ræða nú hvort ástæða sé til að herða byssulöggjöfina í kjölfar skotárásar á skóla í Newtown þar sem 20 börn og sex fullorðnir létust. Mikil andstaða er við að löggjöfin verði hert, m.a. fram samtökum byssueigenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert