Heimila hjónabönd samkynhneigðra

Hæstiréttur Bandaríkjanna
Hæstiréttur Bandaríkjanna AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi umdeild ákvæði í DOMA-lögunum svokölluðu, sem lýsa hjónabandi sem „einingu manns og konu sem eiginmanns og eiginkonu.“ Lögin skertu verulega þau réttindi sem samkynhneigð pör í hjónabandi nutu í samanburði við gagnkynhneigð pör í hjúskap.

Meðal þeirra réttinda sem voru skert má nefna skattafrádrátt við erfðir, flutninga til og frá Bandaríkjunum, réttindi maka samkynhneigðra hermanna og margt fleira.

Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar voru í meirihluta gegn fjórum.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnar niðurstöðunni. Hann segir lögin í reynd verið grundvöll ómálefnalegrar mismununar. Hann segir jafnframt að þessi dómsniðurstaða muni engu breyta um skilgreiningu trúarstofnana á hjónabandinu.

Huffington Post segir frá

mbl.is