Var að leita að mömmu sinni

Drenguinn ferðaðist um langan veg í hjólabúnaði farþegavélar.
Drenguinn ferðaðist um langan veg í hjólabúnaði farþegavélar. AFP

Fimmtán ára sómalískur drengur sem faldi sig í hjólabúnaði flugvélar og lifði af sex tíma flugferð frá Kaliforníu til Hawaii, var að leita að mömmu sinni. Hann dvelur ekki lengur á Hawaii en ekki er gefið upp hvert hann hefur verið fluttur.

Drengurinn var í umsjá barnaverndaryfirvalda eftir að hann fannst ráfandi um flugvöllinn. Með ólíkindum þykir að hann hafi lifað flugið af en í háloftunum getur verið yfir 60 gráðu frost og loftið súrefnislítið. Talið er að drengurinn hafi verið meðvitundarlaus mest alla ferðina. 

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús á Hawaii. Hann sagði lögreglunni að hann hefði viljað komast til Afríku til móður sinnar. 

Móðir hans, Ubah Mohamed Abdulle, sagði í útvarpsviðtali að hún hefði flúið frá Sómalíu og væri í flóttamannabúðum í Eþíópíu. Hún sagðist vera skilin við eiginmanninn sem byggi í Santa Clara í Kaliforníu ásamt tveir sonum þeirra. 

„Þeim var sagt að ég væri dáin en þau komust nýlega að því að ég væri á lífi,“ sagði hún í viðtalinu.

Faðir drengsins kom til Honolulu á Hawaii um viku eftir að sonurinn fannst á flugvellinum. Ekki hefur verið uppgefið hvort að þeir feðgar yfirgáfu ríkið saman.

Fréttir mbl.is:

Flugferð í frosti og súrefnisleysi

Faldi sig í hjólabúnaði og lifði af

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert