„Dauði á hendur svikara, frelsi fyrir Bretland“

Bretar skiptast í tvær fylkingar varðandi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu.
Bretar skiptast í tvær fylkingar varðandi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. AFP

Baráttan vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu er farin aftur í gang eftir að gert var á henni þriggja daga hlé í kjölfar morðs bresku þingkonunnar Jo Cox.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að ekki verði hægt að „snúa til baka“ ef Bretar kjósa að yfirgefa sambandið en hann telur það einnig „niðurlægjandi“ fyrir þjóðina verði svo úr að þeir yfirgefi sambandið.

Thomas Mair, meintur morðingi Cox, kom fyrir rétt á laugardag þar sem hann kallaði; „dauði á hendur svikara, frelsi fyrir Bretland.“ Cox sem var 41 árs gömul, tveggja barna móðir og ötul baráttukona fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, var stungin og skotin til bana síðastliðinn fimmtudag.

Nú, þegar aðeins fjórir dagar eru þar til gengið verður til kosninga, sýna skoðanakannanir fram á aukið fylgi við að vera áfram í sambandinu. Nigel Farage, sem berst fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu, segir morðið á þingkonunni hafa haft neikvæð áhrif á fylgi við að ganga úr sambandinu. Þó virðist enn talsvert mjótt á munum.

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem einkum er kölluð Brexit, munu setja mark sitt á framtíð bæði Bretlands og Evrópusambandsins eins og það leggur sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert