Leitar til Mannréttindadómstóls Evrópu

Breivik í dómsal í janúar.
Breivik í dómsal í janúar. AFP

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns árið 2011, ætlar að fara með mál sitt vegna „ómannúðlegrar“ meðferðar í fangelsi til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þetta ákvað hann eftir að Hæstiréttur Noregs ákvað að taka ekki fyrir áfrýjunarbeiðni hans. Það þýðir að úrskurður áfrýjunardómstóls frá því í mars mun standa óhreyfður.

Þar var norska ríkið sýknað af ásökununum um að hafa brotið á réttindum Breivik.

„Við ætlum með málið til Strassborgar eins fljótt og auðið er,“ sagði Oystein Storrvik, lögfræðingur Breivik.

„Við höfum ávallt verið búnir undir þann möguleika að málið okkar fyrir norskum dómstólum myndi ekki ganga vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert