Zika-veiran gæti læknað fullorðna

Zika-veiran smitast einkum með biti moskító-flugna.
Zika-veiran smitast einkum með biti moskító-flugna. AFP

Hin skaðlega Zika-veira sem veldur heilaskemmdum í ungum börnum gæti einnig falið í sér lækningarmátt. Fram til þessa hefur eingöngu verið litið á Zika-veiruna sem ógn við heilsu manna en það gæti breyst á næstu árum. BBC greinir frá. 

Samkvæmt nýlegum rannsóknum bandarískra vísindamanna á heilafrumum fullorðinna músa getur vírusinn ráðist á og drepið skaðlegar krabbameinsfrumur í heila þeirra. Vírusinn lagðist ekki á heilbrigðar heilafrumur. 

Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á mönnum. Hins vegar binda sérfræðingar vonir við að hægt verði að koma veirunni fyrir í heila fullorðinna einstaklinga sem eru með heilaæxli og niðurstaðan verði sú sama og hjá músunum.  

Þetta kemur fram í tímaritinu Journal of Experimental Medicine.

Zika-veiran smit­ast aðallega með moskítóbiti. Fáir lát­ast af völd­um veirunn­ar og aðeins einn af hverj­um fimm er tal­inn sýna ein­kenni henn­ar. Sjúkdómurinn breiddist víða út í Rómönsku Am­er­íku, í Karíbahafi og víðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert