Krefjast aðgerða í Katalóníu

AFP

Talið er að 45 þúsund manns hafi tekið þátt í göngu í Barcelona í dag þar sem þess var krafist að mynduð verði ný stjórn í Katalóníu á leið til sjálfstæðis þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda í Madrid.

Gangan var undir kjörorðinu lýðveldi núna en það eru samtökin ANC, sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, sem stóðu fyrir göngunni. Varaforseti ANC, Agusti Alcoberro, sagði við fréttamenn að yfir tvær milljónir íbúa Katalóníu vilji að haldið verið áfram á leið að sjálfstæði Katalóníu.

Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu, mun ekki sækj­ast eft­ir því að verða út­nefnd­ur for­seti Katalón­íu á ný. Með því að stíga til hliðar vill Puig­demont reyna að greiða póli­tíska blind­götu sem mynd­ast hef­ur eft­ir kosn­ing­arn­ar um sjálf­stæði Katalón­íu í fyrra. Með ákvörðun sinni von­ast hann til að hægt verði að finna lausn á deilu aðskilnaðarsinna og spænskra yf­ir­valda.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert