Navalny var látinn laus í dag

Alexei Navalny.
Alexei Navalny. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var látinn laus í morgun, sama dag og heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla mun hefjast, eftir að hafa setið á bak við lás og slá í 30 daga fyrir þá sök að hafa skipulagt ólögleg mótmæli.

„Ég er með ykkur aftur eftir 20 daga viðskiptaferð. Ég er svo ánægður með að vera frjáls,“ ritaði Navalny á Twitter-síðu sína. Hann var dæmdur fyrir mánuði fyrir að kalla eftir mótmælum í tilefni af fjórðu embættistöku Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.

Lögmaður Navalnys og stuðningsmenn hans segja að réttarhöldin hafi verið pólitísk og brotið hafi verið á réttindum hans. 

mbl.is
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...