Vill lifa en heldur verkfallsaðgerðum áfram

Oleg Sentsov.
Oleg Sentsov. AFP

Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem er í hungurverkfalli í rússnesku fangelsi, vill lifa en mun ekki hætta mótmælum sínum, þrátt fyrir að þau ógni heilsu hans. Þetta segir aðgerðasinni sem heimsótti Sentsov í fangelsið.

Sentsov var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í rúss­nesk­um her­rétti fyr­ir þrem­ur árum en hann var sak­felld­ur fyr­ir hryðju­verk­a­starf­semi. Hann var hand­tek­inn í Kænug­arði eft­ir að hafa tekið þátt í mót­mæl­um.

„Hann er ekki í sjálfsvígshugleiðingum en hann vill og vonast til að geta haldið lífinu áfram,“ sagði aðgerðasinninn og blaðamaðurinn Zoya Svetova en hún dvaldi með Sentsov í tvær klukkustundir í gær.

„Hann minnti mig á krabbameinssjúkling sem mun sigrast á meini sínu,“ bætti Svetova við í samtali við AFP-fréttastofuna.

Sentsov hef­ur verið í hung­ur­verk­falli síðan 14. maí og ætl­ar ekki að láta af verk­fallsaðgerðum nema all­ir úkraínsk­ir póli­tísk­ir fang­ar verði látn­ir laus­ir. Lög­fræðing­ur Sentsov sagði að skjól­stæðing­ur hans hefði misst 13 kíló síðan hung­ur­verk­fallið hófst og hann liti alls ekki vel út.

Yf­ir­menn fang­els­is­ins segj­ast munu þvinga mat ofan í Sentsov ef verk­fallið fer að ógna lífi hans.

mbl.is
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...